Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 44
tJRVAL
MATARÆÐI OG HJARTASJÚKDÓMAR
kransæðastíflu og mataræðis.
Hugmyndir okkar um tilkomu
sjúkdómsins eru eitthvað á
þessa leið: Hjartað, sem er
geysiaflmikill vöðvi og vinnur
hvíldarlaust, þarf að fá blóð til
að bera sér eldsneyti og nær-
ingu. Það fær það um krans-
æðarnar, sem greinast út frá
aðalslagæðinni (aorta), er flyt-
ur blóðið beint frá hjartanu.
Þegar menn eldast vill safnast
fitukennt efni innan á veggi
kransæðanna og sumra annarra
slagæða. Þetta er nefnt æðasigg
(atheroma), og þess gætir mis-
jafnlega mikið hjá mönnum.
Við þetta þrengjast kransæð-
arnar og blóðrennslið til hjarta-
vöðvans minnkar. Ef hjartað
þarf að erfiða, t. d. við röskan
gang eða hlaup, getur skortur
á blóðsókn og næringu til
hjartavöðvans valdið verk, sem
nefndur er hjartakveisa (ang-
ina pectoris). En hitt er þó
alvarlegra, að við tregt rennsli
blóðsins um þröngar kransæð-
arnar er hætta á að í því mynd-
ist blóðlifrar, sem stífli krans-
æð.
Slík kransæðastifla getur
svift hluta af hjartavöðvanum
allri næringu, og sé sá hluti
stór, getur hún valdið dauða.
Sumir ætla, að breyting hafi
orðið á blóðinu í mönnum, sem
fengið hafa eða eiga á hættu
að fá kransæðastíflu, þannig
að meiri hætta sé á að í því
myndist blóðlifrar.
I æðasigginu er fitukennt
efni, sem nefnist kolesterol.
Margir læknar og vísindamenn
ætla, að það sé mikið kolester-
olmagn í blóðinu sem veldur því
að sigg sezt innan á æðavegg-
ina. Því sé allt það sem eykur
kolesterolið í blóðinu líklegt til
þess að auka æðasigg og þá um
leið hættuna á æðastíflu.
Víðtækar tilraunir hafa verið
gerðar til að finna hvað það er
sem eykur kolesterolið í blóð-
inu. En við vitum ekki enn með
vissu hvort ofmikið kolesterol
í blóðinu valdi í raun og veru
æðasiggi. Ekki vitum við held-
ur með vissu hvort líklegt sé að
æðasigg valdi æðastíflu. Við
höfum til dæmis enga vissu fyr-
ir því, að æðasigg sé algeng-
ara hér á landi en áður, þó að
víst sé að æðastífla sé miklu
tíðari. Þá má einnig benda á,
að hjá Bantúnegrum í Suður-
afríku er æðasigg engu fátíðara
en hér, þótt æðastífla sé miklu
íatíðari.
Ein aðferðin til þess að skera
úr um það hvort mataræði geti
valdið æðastíflu er að bera
saman tvo hópa manna og sjá
hver munurinn er á mataræði
þeirra og í hvorum hópnum
æðastífla er tíðari. Þetta hefur
nýlega verið gert á þrennan
hátt.
í fyrsta lagi með því að bera
saman mataræði og æðastíflu-
dauðsföll í ýmsum löndum. 1
öðru lagi með því að bera sam-
an mataræði og æðastífludauðs-
föll mismunandi stétta í sama
42