Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 16
ÚRVAL
liggja mjög eðlilegar orsakir.
Allar þær frumstæðu þjóðir, er
hér hafa verið nefndar, eiga
heima á stöðum, sem illt er að
komast að, og lífsskilyrðin eru
slík, að Evrópumaður myndi
helzt jafna þeim við lifnaðar-
liáttu lægstu hirðingaþjóða.
Til þess að fá betri skilning
á þessum málum, er kannski
ekki úr vegi að lýsa í stórum
dráttum hitabeltisskógum Afr-
íku, þar sem litlu mennirnir
hafa búið um þúsundir ára og
þar sem þeir hafa lagað sig að
staðháttum svo vel, að undrum
sætir.
Hitabeltisskógurinn — þetta
furðuverk náttúrunnar — er sí-
grænn laufskógur. Aragrúi risa-
trjáa stendur 40—60 metra
þráðbeint upp í loftið, og trjá-
bolimir eru 90—120 sentimetra
gildir mannhæð frá jörðu. Vold-
ugir trjástofnarnir eru oftast
ógreindir upp að laufríkri,
þungri krónunni, sem breiðir
úr sér eins og regnhlíf efst
uppi. Krónurnar grípa hver um
aðra og greinar þeirra flétt-
ast saman, svo að úr því verð-
ur þykk flækja, sem myndar
eins og þak yfir skóginum.
Jurtagróður er mikill uppi í
trjánum — loftplöntur, sníkju-
jurtir og mosar hvað innan um
annað og tegundafjöldinn er
ótrúlegur. Þetta þétta laufþak
byrgir alla útsýn til himins og
hitabeltissólin nær heldur ekki
að skína í gegnum það niður
á skógarsvörðinn. Aðeins hér
MINNSTU MENN JARÐARINNAR
og þar rjúfa breið fljót þessa
samanhangandi laufflækju.
Niðri í skóginum sjálfum er
einkennilegt andrúmsloft. Sá,
sem kemur utan af steppunni
inn undir þetta samfléttaða lif-
andi þak, finnur einhvern
drunga leggjast yfir sig, hann
fyllist undarlegri kvíðatilfinn-
ingu, og ef hann er þar til
lengdar, finnst honum líf sitt
í stöðugri hættu. Vegna þess,
hve lítil birta kemst niður í
skógarsvörðinn, er þar varla
um teljandi gróður að ræða,
hvorki runna né jurtkenndar
plöntur. Jörðin er þakin margra
sentimetra þykku lagi af rotn-
uðu laufi og mygluðum trjá-
greinum. Af þessu leggur fúl-
an þef, svo að Evrópumönnum
slær fyrir brjóst. Niður úr
þéttum trjákrónunum hanga
vafningsjurtir og gildar tágar
alveg niður á jörð, svo að víða
er erfitt að komast um skóg-
inn. Laufþykknið hindrar líka
alla uppgufun á rigningarvatn-
inu, svo að stöðugt rakaloft er
í skóginum, og upp úr miðnætti
sjást vatnsgufurnar eins og
þétt þokuský milli trjánna, allt
þar til sólin kemur upp.
I þessu ,,gróðurhúsalofti“
lifa Tividarnir glöðu og
áhyggjulausu lífi og hafa alger-
lega samlagast umhverfi sínu,
svo að Evrópubúa, sem þangað
kemur rekur í rogastanz, og
hann brýtur lengi heilan um,
hvernig slíkt geti átt sér stað.
Líkt þessu er umhorfs i
14