Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 38
.ÚRVAL
HIÐ TVÖFALDA ANDLIT BANDARlKJANNA
„fórum, að McCarthyismanum
• væri lokið í Bandaríkjunum. Jú,
McCarthy er liðinn, en afleið-
ingar McCarthyismans munu
haldast við um nánustu fram-
, tíð; móðursýkin heldur áfram
að leggja líf manna í rúst.
Næsta dag fáum við bréf frá
ameríska sjóðnum, sem kostar
ferðalagið. Við megum verja
tímanum eftir eigin höfði: tii
náms, og til ferðalags um þá
.hluta landsins sem við viljum
helzt sjá. Og þessari einstæðu
;höfðingslund kynntumst við
ekki aðeins hjá sjóðsnefndinni,
■sem siíkri. Við verðum hennar
.einnig vör hjá einstökum Ame-
ríkumönnum sem við hittum
• (auðvitað njótum við forrétt-
inda á ferðalaginu, það er galli).
• Það er hægt að búa einsam-
rall mánuðum saman í París, án
þess að stíga fæti inn á franskt
.heimili. Það er óhugsandi í
.Bandaríkjunum. Segjum að
Bandaríkjamenn hafi innleitt
, hugmyndir kokkteilboðsins í
samlífi almennings. Húsmóðir-
in kynnir nýju gestina; það er
.kinkað kolli og spjallað, fyrst
við einn og síðan við annan og
þannig koll af kolli. Enginn fer
úr kokkteilboði án þess að hafa
eignazt nýjan kunningja —
enginn flytur í aðra borg eða
skiptir um vinnustað án þess að
.þekk.ja eitthvert heimilisfang
eða símanúmer í nýju borginni.
Þessu fylgir öryggi fyrir að-
komufólk: einhver ber mann á-
vallt fyrir brjósti, hvert sem
maður fer.
Eitt er það í Ameríku sem
veldur líka klofnun í tilfinninga-
lífi manns:
Hin hröðu kynni! — sem
eru svo yfirborðsleg. Kona sakn-
ar þar raunverulegs sambands
við konur — maður situr fast-
ur í neti þjálfaðs ópersónuleika.
Aldrei slitnar netið fyrir sárum
vonbrigðum, sterkri eftirvænt-
ingu, eða afdráttarlausri spurn-
ingu annarrar konu. Kalt geð,
sjálfsagi. — Samt eru þessi
hröðu kynni þægileg, vegna þess
að aldrei kemur til árekstra.
Engin kona eys úr sér vanda-
málum sínum yfir aðrar konur.
Eða ,,drugstores“ — þetta
sérkennilega sambland af lyfja-
búð og „sjoppu"! Alls sta,ðar
eins vítt urn Bandaríkin: sömu
neonljósin, sama gljáandi fram-
hliðin. Hvílíkt skelfingar af-
sprengi siðmenningarinnar. —
Sarnt er notalega að koma þar
inn. Allt ber nýtízkusvip, hefur
þetta þunglyndislega doðamark
tækninnar.
Á öðrum sviðum hversdags-
lífsins væri hægt að skrifa upp
lista, jafnt með og móti:
Amerískur matur er ljúffeng-
ur — t auglýsingunum. Ævin-
týralegar litmyndir af tómat-
súpum, ljúflega streymandi
deigi í bylgjandi sykurkökur . . .
Hversdagsmatur er hins vegar
ótrúlega einhliða; jafnvel fín
matsöluhús bera fram rétti, mat-