Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 101
A3TIN ER EINSTÆÐINGUR
ORVAL
vornæturinnar inn í stofuna;
var það ekki líka heggilmur?
Hann tyllti sér á tá til að þess
að sjá yfir húsþökin, honum
hafði dottið garður einn í hug;
hann furðaði sig á að hann
skyldi geta séð garðinn þaðan
sem hann stóð. Vornæturang-
anin hafði komið honum í svo
einkennilegt skap.
Hann sneri sér við, þegar hún
kom fram í stofuna; hún hafði
farið inn til að líta eftir bam-
inu þeirra; bamið svaf vært.
Hann fylgdi henni eftir með
augunum þegar hún gekk yfir
gólfið, hún gekk að vinnuborð-
inu sínu og settist við það. Hún
smokraði upp á sér ermunum
til þess að handleggirnir yrðu
frjálsir. Hann gat aldrei hætt
að virða fyrir sér arma henn-
ar og hendur. Hún brosti við
honum, svo setti hún upp gler-
augun. Hún sneri sér að vinnu-
borðinu, tók blýantinn, beit í
vinstri handar þumalfingurinn á
sér, blístraði, fór að teikna í
rissheftið. Hún var mjög falleg
þar sem hún sat og vann.
Hann ræskti sig. Hann hálf-
sneri sér frá henni meðan hann
talaði, hann vildi vera afsíðis
með hjarta sitt. Hann sagði
lágri röddu:
„Garðurinn þarna. Ég get séð
hann héðan.“
Hún sagði:
„Hvaða garður?"
„Garðurinn þessi með svön-
unum.“
„Þar sem við fórum í
skemmtigöngurnar héma um
vorið? Árið 1941?“
,,Já,“ sagði hann. „Við geng-
um þar árið 1941. Á morgn-
ana. En við gengum þar líka
einu sinni fyrir stríð. Eina maí-
nótt árið 1939. Eftir lokadans-
leik i Verzlunarháskólanum.
Við vorum þar heila nótt að
spjalla saman. Manstu eftir
því?“
„Fór ég á næturgöngu með
þér árið 1939?“
„Ja-á,“ sagði hann.
,,Nei,“ sagði hún. „Það get
ég ekki munað.“
Það varð alveg furðulega
hljótt; í kyrrðinni heyrði hann
hana snúa sér á stólnum og
fara aftur að teikna. Hann þorði
ekki að líta á hana.
,,Nei,“ sagði hann hljóðlega.
Hann kingdi. „Það var nú held-
ur ekki neitt sérstaklega —
merkilegt, sem við töluðum
um.“
Hægt og hikandi sneri hann
sér að glugganum aftur. Hann
leit út. Það vom stjömur á
kvöldhimninum. Að stundu lið-
inni lokaði hann glugganum,
honum fannst vera orðið svalt.
Hafði hann vitað þetta fyrr?
Nú vissi hann það.
Ástin er eitthvað, sem aörir
vita ekki um. Ástin er einstæð-
ingur.
99