Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 90
ÍTRVAL
irm af því lyktina, við heyrum
líka í því. Það hvískrar og
muldrar og skarkar í eyrum
oickar; droparnir seytla úr
bráðnandi klakanum í þakrenn-
unum og af greinum frjánna,
það gúlgrar í lækjunum og flæð-
andi árnar ryðjast fram; vind-
urinn pískrar í loftinu og hopp-
snúrur lítilla telpna smella við
gangstéttina; vorið syngur fyr-
ir okkur í fulgsbörkunum og
trallar snöfurlega í bjölluglamri
reiðhjóla; vorið hvíslar í spír-
andi grasinu og undir visnuðu
laufinu frá í fyrra; vorið kraum-
ar hljóðlega í dökkri moldinni og
stígur eins og vín í gerjun upp
blómstönglana, trjástofnana og
útlimi mannanna; safi og mjólk
og blóð og sæði. Vorið malar
sína dimmu ógnandi kliðhendu,
eins og það væri sofandi risa-
■köttur í iðrum jarðarinnar, og
hvenær skyldi kötturinn valcna
og teygja úr sér?
Vorið er fyrirheit, en fyrst
og fremst er það krafa. Ólm,
ósanngjörn, himinhrópandi
krafa. Því hver getur gert lok
ársins jafn stórfengleg og tigin
og upphaf þess ? Vorið er krafa,
og í hjarta sínu vita allir, að
þeir muni lúta í lægra haldi.
Þessvegna er vorið svo skelfi-
legt, þessvegna er grátur í
hjörtum mannanna á vorin.
Oddarnir á háu járnstöngun-
úm í girðingunni teygðu sig upp
rnóti skímugráum næturhimnin-
um eins og útflött spjótblöð.
Á leiðinni upp að garðinum
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
höfðu þau spurt sjálf sig hvort
garðurinn myndi vera opinn á
þessum tíma sólarhringsins.
Þau höfðu haft eitthvert hug-
boð um að almenningsgörðum
væri vanalega lokað á nóttunni.
Hann lagði höndina á þung-
an koparhúninn, sneri honum
niður og tók í. Járngrindin svif-
aði frá. Eitt andartak fann
hann hvarflandi þunga hennar
í hendi sér.
Það fór hrollur um þau bæði
þegar marraði í hjörunum á
hliðinu. Þau stöldruðu eitt
augnablik við í kyrrðinni og
héldu niðri í sér andanum. Þau
litu hvort á annað. Hann hélt
hliðinu opnu fyrir henni. Hún
brosti til hans með kankvísu
augnaráði, en samt sá hann að
hún var þreytt. Þetta hafði
verið henni langur dagur, og
nú var klukkan tvö að nóttu.
Kannski er það þetta sem ég
vil, hugsaði hann undrandi: að
gera hana uppgefna. Þreyta
hana svo fullkomlega, að hún
hnígi loks endilöng á bekkinn
(því í garðinum hlýtur þó að
vera bekkur sem við getum
setið á?) og biðji um að
mega leggja höfuðið í kjöltu
mína. Því leggi hún höfuðið í
kjöltu mína, þá er það búið,
þá hef ég leyfi til að strjúka
henni um vangann, þá hefur
hún svarað án þess ég hafi
spurt. Eða þreyta hana svo,
að hún falli í ómegin? Þá hef
ég afsökun fyrir því að taka
utan um hana og lyfta henni
88