Úrval - 01.12.1957, Page 90

Úrval - 01.12.1957, Page 90
ÍTRVAL irm af því lyktina, við heyrum líka í því. Það hvískrar og muldrar og skarkar í eyrum oickar; droparnir seytla úr bráðnandi klakanum í þakrenn- unum og af greinum frjánna, það gúlgrar í lækjunum og flæð- andi árnar ryðjast fram; vind- urinn pískrar í loftinu og hopp- snúrur lítilla telpna smella við gangstéttina; vorið syngur fyr- ir okkur í fulgsbörkunum og trallar snöfurlega í bjölluglamri reiðhjóla; vorið hvíslar í spír- andi grasinu og undir visnuðu laufinu frá í fyrra; vorið kraum- ar hljóðlega í dökkri moldinni og stígur eins og vín í gerjun upp blómstönglana, trjástofnana og útlimi mannanna; safi og mjólk og blóð og sæði. Vorið malar sína dimmu ógnandi kliðhendu, eins og það væri sofandi risa- ■köttur í iðrum jarðarinnar, og hvenær skyldi kötturinn valcna og teygja úr sér? Vorið er fyrirheit, en fyrst og fremst er það krafa. Ólm, ósanngjörn, himinhrópandi krafa. Því hver getur gert lok ársins jafn stórfengleg og tigin og upphaf þess ? Vorið er krafa, og í hjarta sínu vita allir, að þeir muni lúta í lægra haldi. Þessvegna er vorið svo skelfi- legt, þessvegna er grátur í hjörtum mannanna á vorin. Oddarnir á háu járnstöngun- úm í girðingunni teygðu sig upp rnóti skímugráum næturhimnin- um eins og útflött spjótblöð. Á leiðinni upp að garðinum ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR höfðu þau spurt sjálf sig hvort garðurinn myndi vera opinn á þessum tíma sólarhringsins. Þau höfðu haft eitthvert hug- boð um að almenningsgörðum væri vanalega lokað á nóttunni. Hann lagði höndina á þung- an koparhúninn, sneri honum niður og tók í. Járngrindin svif- aði frá. Eitt andartak fann hann hvarflandi þunga hennar í hendi sér. Það fór hrollur um þau bæði þegar marraði í hjörunum á hliðinu. Þau stöldruðu eitt augnablik við í kyrrðinni og héldu niðri í sér andanum. Þau litu hvort á annað. Hann hélt hliðinu opnu fyrir henni. Hún brosti til hans með kankvísu augnaráði, en samt sá hann að hún var þreytt. Þetta hafði verið henni langur dagur, og nú var klukkan tvö að nóttu. Kannski er það þetta sem ég vil, hugsaði hann undrandi: að gera hana uppgefna. Þreyta hana svo fullkomlega, að hún hnígi loks endilöng á bekkinn (því í garðinum hlýtur þó að vera bekkur sem við getum setið á?) og biðji um að mega leggja höfuðið í kjöltu mína. Því leggi hún höfuðið í kjöltu mína, þá er það búið, þá hef ég leyfi til að strjúka henni um vangann, þá hefur hún svarað án þess ég hafi spurt. Eða þreyta hana svo, að hún falli í ómegin? Þá hef ég afsökun fyrir því að taka utan um hana og lyfta henni 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.