Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 70
ÚRVAL
sandblástursáhrif smærri loft-
steina á klæðninguna, ef flugið
stendur marga daga.
Alvarlegasta hættan fyrir líf
geimfarans eru geimgeisl-
arnir. Þeir ráða þó varla úr-
slitum í stuttu geimflugi, þó að
þeir geti vafalaust valdið var-
anlegum áverkum eða jafnvel
dauða meðal þeirra hugdjörfu
manna, er fyrstir „leggja í
hann“. Aðalgeimgeislarnir eru
mjög orkumiklar frumeindir,
rafeindalausar, og því með já-
kvæða hleðslu. Hvaðan þeir
koma vitum við ekki. Við jarð-
arfaúar eru verndaðir gegn þeim
a’f loftinu, og einungis smá-
ryk mesóna, gammageisla, raf-
einda og annarra loftagna nær
til okkar við sjávarmál. Ef við
ætluðum að veita geimförun-
um sams konar vernd, mundum
við t. d. þurfa að hafa þrjá-
tíu feta þykkt vatnslag eða
fimm feta þykka stálplötu milli
þeirra og geimgeislasvæðisins.
Flestir fi umgeislarnir (prim-
ary rays) eru samsettir úr
I>rótónum — rafhlöðnum vetn-
isfrumeindum. Þær eru nær-
göngulegasti hluti geislanna.
En þar eru einnig margir hel-
íumkjarnar og stöku sinnum
þyngri kjarnar af ýmsum gerð-
um. Ágengni geimgeislanna í
nánd jarðarinnar er miklum
■mun meiri við segulskautin en
við miðbaug vegna þess, að raf-
hiöðnu efniseindirnar hring-
skrúfast í áttina til þeirra.
Þegar frumgeislarnir hitta
HÆTTUR Á VEGI GEIMFARANS
fyrir annað efni, valda þeir
margvíslegum og flóknum
breytingum. Þeir rekast á frum-
eindakjarna og orsaka smá-
sprengingar, en á eftir verða
frumeindakjarnarnir geislavirk-
ir. Frumgeislabrotin halda þó
stöðugt hinni miklu. orku sinni
og hreyta úr sér „regnskúr-
um“ léttari efniseinda. Þetta er
stórfengleg sýn frá sjónai'hóli
vísindamannsins — einn aðal-
geisli verður að óteljandi auka-
geislum. En lrvað viðkemur
áhrifunum á geimfarana, skipt-
ir það öllu máli, hve mikilli
sameindahleðslu (ionisation of
molecules) geislarnir valda í
vefjum líkamans.
Því hraðara sem geislaeindin
fer, því minni hleðslu orsakar
hún á vissri vegalengd, og ein-
stakur járnkjarni getur auð-
veldlega valdið þúsund sinnum
meiri hleðslu á hvern millimetra
leiðarinnar en ein prótóna.
Geislavirk tvístrun eftir árekst-
ur frumagnar við kjarna, mynd-
ar kraftlitlar eindir og frem-
ur háa sameindahleðslu.
Lifandi efni þolir endurtekin
áhlaup geislaeinda með lágri
hleðslu margfalt betur en eina
,,mettun“ háhlaðinna einda.
Geislaskammtur sá, er búast má
við í geimflugi, þótt um engar
varnir sé að ræða, er líklega
varla nógu sterkur til að valda
varanlegum skaða á mannslík-
amanum í heild, en erfðaáhrif-
in geta orðið örlagarík, og
kjarnatvístrunin í líkamanum
68