Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 6
ÚRVAL
EINMANALEIKINN: RANGHVERFA BORGARLlFSINS
á því að eiga persónuleg sam-
skipti við aðra menn. Það er
þetta sem hér er um að ræða.
„Það er ekki gott að maður-
inn sé einn.“
Hinn einmana maður er f jar-
stæða, fásinna. Náttúrlegt
mannlíf verður að fá tækifæri
til að gefa og þiggja; persónu-
leikinn verður að finna mark-
mið sitt í öðrum persónuleik-
um, annars visnar hann eða
lendir á villigötum. Og það
verða að vera raunhæf, bein
persónuleg tengsl. Sýndartengsl
eru engin lausn.
Eitt af því sem gerir stór-
borgina hættulega fyrir mann-
fólkið eru hin mörgu sýndar-
tengsl sem hún skapar í krafti
þess hvernig hún er byggð, og
getuleysi hennar til að leiða
fólkið saman þannig að með því
skapist samkennd.
Það eru margir áfellisdómar
kveðnir upp yfir borginni, eink-
um stórborginni, og þessi orð
mín geta tæpast komizt hjá að
bergmála þá; en mér þætti mið-
ur ef þau yrðu ekkert annað
og meira.
Við verðum að hafa hugfast,
að þjóð vor, eins og flestar
aðrar þjóðir, er ört að breyt-
ast í borgarbúa. Fyrir 50 árum
bjuggu 43% af íbúum landsins
í bæjum, en nú 67%.
„Fólk safnast saman í borg-
um til að lifa; það býr þétt til
þess að lifa góðu lífi,“ sagði
Áristóteles um borgarlífið
nokkur hundruð árum fyrir
Kristsburð; og það hefur mörgu
faílegu lífi verið lifað í borg-
um, það hafa verið sköpuð
menningarleg, félagsleg og
tæknileg verðmæti í borgum,
verðmæti sem gert hafa lífið
fegurra og auðugra, og þau eru
sköpuð enn í dag. Þessu skul-
um við ekki gleyma eða ganga
framhjá.
En á síðastliðnum hundrað
árum hefur hlaupið geysilegur
vöxtur í borgirnar, vöxtur sem
stofnað hefur hinu góða
borgarlífi í hættu, fyrst og
fremst vegna þess að hann hef-
ur verið stjórnlaus og einhliða
tækni- og efnahagslegur. Tækni-
lega og efnahagslega tókst að
ráða fram úr þeim vanda að
sjá fyrir húsnæði öllum þeim
fjölda sem streymdi til borg-
anna í kjölfar iðnvæðingarinn-
ar, en frá mannlegu sjónarmiði
tókst hörmulega til. I stórborg-
um um allan heim eru fátækra-
hverfi vandamál, sem sáð var
til fyrir 100 árum, og jafnvel
í byggingu nýlegra borgar-
hverfa hafa verið gerðar skyss-
ur, sem eru heilbrigðu lífi þránd-
ur í götu.
Við getum glaðzt yfir borgum
okkar, við getum verið stoltir
af þeim; við getum litið á þær
sem tákn mannlegs viljakraftar
og sköpunarmáttar — en við
eigum ekki að sætta okkur við
þær eins og þær eru í þeirri trú
að þær lúti sínu eigin þróunar-
lögmáli — og ekki sé annað fyr-
4