Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 32
TJRVAL
MANNAPAR OG MANNLEG SKYNSEMI
upp aftur og dregur upp vekj-
araklukkuna, slekkur á lamp-
anum og dregur teppið upp yfir
höfuð. — Og svo sprettur hann
kannski allt í einu upp úr rúm-
inu, tekur undir sig heljarmikið
stökk og er á næstu stundu
kominn upp í háa rólu eða hátt
upp í fortjaldið, maulandi
brauðbita, sem hann greip á
hlaupunum. En áður en temj-
aranum vinnst tími til að grípa
í taumana, er hann búinn að
fleygja brauðbitanum og kom-
inn aftur niður á gólfið og tek-
inn til við að leika hlutverk
sitt — eins og hann skammist
sín fyrir þetta skyndilega aft-
urhvarf til dýrslegar hegðunar.
Nú er hann aftur trúður —
og telur sig að því er virðist
mann með mönnum .. .
Áhorfendur skellihlæja að
þessum broslegu tiltækjum —
að þessu skoplega samblandi af
manniegri hegðun og dýrslegum
tilburðum. Sumir heillast af
hæfileika dýrsins til að leika
mann, öðrum finnst óhugnanlegt
að sjá hve ótrúlega langt temj-
ari getur komizt í því að venja
dýrið.
En er hér þá aðeins um að
ræða blinda tamningu? Lætur
apinn ekki stjórnast af ein-
hverskonar skynsemi í hegðun
sinni? Er þetta aðeins vélrænt
orsakasamhengi — framkallað
og fest með svelti, sætindum og
svipuhöggum? Eru það með
öðrum orðum athafnir, sem dýr-
ið botnar sjálft ekkert í, en
temjarinn hefur tengt saman í
að því er virðist skynsamlega
atburðarás ? Eða leynist ein-
hver vottur skilnings á bak við
skemmtiþátt dýrsins?
Dýrasálfræðin er mikilvægt
tæki til aukinnar þekkingar
einnig á hinum ýmsu hræring-
um mannsandans. Spurningin
mikla er, hvort nokkur grund-
vallancmmur sé á óþroskaðri
mannlegri skynsemi eins og
hún birtist hjá frumstæðum
þjóðum og börnum og þeim
skynsemishræringum sem virð-
ast vera hjá mannöpum. Er
regindjúp hér á milli — eða
má greina hliðstæður ?
Svar við þessum spurning-
um er ekki unnt að fá hjá dýr-
um í búri eða tömdum dýrum.
Það eru ekki nema dýr í náttúr-
legu umhverfi fjarri áhrifum
frá mönnum, sem hæf eru til
slíkra tilrauna og geta sýnt
hvers óháð ,,skynsemi“ dýrs-
ins er megnug.
Rannsóknir í dýrasálfræði
hafa tekið miklum framförum
með starfi þýzku rannsóknar-
stöðvarinnar á eynni Teneriffa
út af norðvestur strönd Afríku.
Stöðin hefur haft með höndum
ítarlegar rannsóknir á mann-
öpum. Simpansar, innfluttir frá
Kamerun, hafa aðlagast þar
staðháttum og loftslagi eins og
bezt verður á kosið. Einn af
forstöðumönnum stöðvarinnar,
Wolfgang Köhler, hefur birt ít-
arlegar skýrslur um rannsóknir
á þessum öpum. Af margendur-
30