Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 50
tÍRVAL
STÓRFELLDASTA SEÐLAFÖLSUN SEM ÞEKKZT HEFUR
eyjar. I síðari heimsstyrjöld-
inni veigruðu Bretar sér við að
falsa þýzka seðla — en Roose-
velt forseti bað þá að athuga
gaumgæfilega þann möguleika
— en þeir gerðu ágætar eftir-
líkingar af þýzkum skömmt-
unarseðlum, sem varpað var úr
flugvélum 1940. Og fölsk frí-
merki voru gerð, bæði þýzk og
frönsk, fyrir leyniþjónustuna
og til þess að dreifa áróðri í
pósti í þessum löndum. Og
Bandaríkin fölsuðu japanska
bankaseðla til notkunar við
mikilvægar hernaðaraðgerðir.
Yfirmaður hlutaðeigandi deild-
ar í hernum, William Donovan
ofursti, neitar þessu að vísu,
en þær upplýsingar sem ég hef
um þetta verða ekki véfengdar.
Árið 1940 ákváðu nazistar
að falsa brezka bankaseðla og
fólu verkið VI F 4 deild þýzku
öryggisþjónustunnar, sem gert
hafði ágætar eftirlíkingar af
vegabréfum frá hlutlausum
löndum og óvinalöndum í bæki-
stöðvum sínum í Delbruck-
strasse í Berlín. Verkið gekk
seint — nazistar höfðu van-
metið hina tæknilegu erfiðleika
sem á því voru að gera eftir-
líkingar af pappír, farfa og
vatnsmerki Englandsbanka.
Það var ekki fyrr en vorið
1942, þegar Friedrich Walter
Bernhard Kriiger höfuðsmaður
tók við yfirstjórn VI F 4, að
skriður komst á málið. Um
sama leyti hlaut það dulmáls-
heitið ,,Bernhard-aðgerðin“, til
heiðurs hinum 38 ára gamla
höfuðsmanni.
Eins og flestir nazistaforingj-
ar var Kriiger höfuðsmaður
ekki sérlega arískur yfirlitum.
Ennið var breitt og skalli upp-
af því. Nefið var beint en kubbs-
legt, hakan breið og augun
dökk. Hann fæddist 1904 í Riesa
uni 60 km fyrir austan Leipzig.
Faðir hans vann á stjórnar-
skrifstofu. Kriiger yngri var
sendur í tækniháskóla í Chem-
nitz og að loknu námi vann
hann í vefnaðarverksmiðjum í
Chemnitz og síðar í pólskum
og frönskum verksmiðjum.
Árið 1929 varð hann atvinnu-
laus og gekk þá í Nazistaflokk-
inn sem þá var í uppgangi.
Tveim árum síðar gerðist hann
stormsveitarmaður og hækkaði
sröðugt í tign þangað til hann
varð höfuðsmaður í apríl 1939.
Hann þjálfaði SS-menn í radíó-
tækni. Ári síðar var hann flutt-
ur í VI deild leyniþjónustunnar
og sendur til Frakklands til að
komast yfir sýnishorn af banda-
riskum, brezkum og kanadísk-
um vegabréfum; skráningar-
skírteinum amerískra sjómanna,
loftskeytamanna og bryta; VI
deild gerði ágætar eftirlíking-
ar af þessum pappírum.
Þegar Kriiger var falið að
falsa bankaseðla 1942 — eink-
um vegna þess hve vel honum
hafði tekizt fölsun vegabréf-
anna — komst hann að raun
um, að fyrirrennarar hans höfðu
strandað á því að gera eftir-
48