Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 53
STÓRFELLDASTA SEÐLAFÖLSUN SEM ÞEKKZT HEFUR
ÚRVAL
hinn gamla kennara sinn, er nú
gekk undir nafninu Ivan Ver-
nitchy. Hann vann þar að föls-
un brezkra pundseðla og tók
hinn gamla nemanda sinn strax
i vinnu. Soliy hjálpaði til við
hina fínni vinnu við plötugerð-
ina, og til þess að fullnuma
hann i faginu var hann sendur
tii Amsterdam til þess að koma
á markað nokkrum 50 punda
seðlum. Sumarið 1928 var hann
tekinn fastur og dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi.
Árið 1940 lenti hann í höndum
lögreglunnar í Berlín og var
þá með falsaða 10 punda seðla
á sér. Þjóðverjar voru þá komn-
ir í stríð við Rreta, en ýmsir
menn frá hlutlausum þjóðum og
þýzkir Gyðingar vonuðust til
að komast úr landi með brezka
peninga. Solly var sendur til
fangabúðanna í Mauthausen
þar sem hann náði hylli SS-
varðmanna og liðsforingja með
því að gera af þeim svartkrítar-
myndir. Seint á árinu 1942
komst Kriiger yfir æviferils-
skýrslu hans og vissi samstund-
is, að þar gat hann fengið fag-
raann í þjónustu sína.
„Fyrsta daginn (sagði Solly
síðar) var ég leiddur fyrir
Jakobsen, sem áður var höf-
uðsmaður í hollenzka hemum.
Hann sagði: „Hér kemur mað-
urinn, sem getur orðið okkur
að liði. Sjáðu hvað þetta er lé-
leg vinna,“ og hann sýndi mér
nokkra pundseðla, sem þeir
höfðu búið til. Seinna var ég
leiddur fyrir Kriiger ofur'sta.
Hann tók mér vingjamlega og
sagði: „Við höfum einmitt ver-
ið að bíða eftir þér . . . ég veit
að þú ert hræddur um að verða
tekinn af lífi, en ef þú leysir
verki þitt vel af hendi, þarftu
ekkert að óttast meðan ég ræð
hér. Hér bakvið gaddavírsgirð-
inguna ertu ekki meiri Gyðing-
ur en samstarfmenn rnínir. Við
vinnum hér sem einn maður í
baráttunni fyrir nýrri Evrópu
og við rnunum sigra. Og stattu
þig nú svo að ég geti borið
höfuðið hátt frammi fyrir
Himmler. Eg set allt mitt
traust á þig.“
Stóru 5-punda seðlarnir vom
eftirlæti braggabúanna í hverfi
nr. 19. Tveir fimmtu af fram-
leiðslunni voru af þeirri gerð.
10, 20 og 50 pundaseðlarnir
voru hver um sig fimmti part-
ur.
Að prentun lokinni tók skoð-
unardeildin við seðlunum. Fyrst
var seðlunum brenglað þannig
að númerin á þeim væru ekki
í röð. Síðan var hver og einn
borinn saman við ósvikinn seð-
ii í Ijóskassa með glerloki. Þar
voru seðlarnir greindir í þrjá
flokka: Þá beztu átti einungis
að nota í hlutlausum löndum
eða senda þá með njósnurum
til óvinalanda. 2. flokkur var
ætlaður til að borga kvisling-
um í hernumdum löndum. 3.
flokki átti að dreifa yfir Eng-
land úr sprengiflugvélum til
þess að koma ringulreið á pen-
51