Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 58
TJRVAL
STÖRFELLDASTA SEÐLAFÖLSUN SEM ÞEKKZT HEFUR
hríðskotaskammbyssu og sagði
_mönnunum, að hann væri kom-
inn til að skjóta þá. Þeir mót-
mæltu og sögðu að það væri
óréttlátt að drepa þá meðan
þriðjungurinn væri enn ókom-
inn. Eftir nokkurt þref féllst
liðsforinginn á það og lagði frá
sér byssuna.
Seinna um nóttina sluppu
tveir fangarnir og komust í
bækistöðvar Bandaríkjahers um
80 km í burtu. Þeir hvöttu
amerísku hermennina til að
bjarga félögmn sínum. Solly
skrifaði síðar:
„Laugardaginn 5. maí um
morguninn sáum við hvítan
fána dreginn við hún í fanga-
búðunum. SS-verðirnir höfðu
flúið og fangarnir tekið stjórn-
ina í sínar hendur. Daginn eft-
ir komu amerískir hermenn í
brynvörðum bílum og skömmu
á eftir komu félagar okkar úr
þriðja bílnum gangandi."
Austurrískir skæruliðar
höfðu stöðvað bílinn þeirra,
drepið SS-foringjana og bjarg-
að þannig hinum dauðadæmdu
seðlafölsurum.
Það er af bílunum að segja,
að öxull brotnaði í tveimur. I
vandræðum sínum fleygðu SS-
foringjarnir kössunum í Traun-
ána og sendu menn sína heim.
Hinir bílarnir komust til kaf-
báta tilraunastöðvarinnar í
Toplitzee. Þar var brezkur
stríðsfangi sjónarvottur að því
að kössunum og síðan bílunum
var sökkt í vatnið. Sumir kass-
arnir í ánni og vatninu sprungu
þegar þeir voru orðnir vatns-
ósa og þúsundir seðla flutu
upp. Fólkið í þorpunum í kring
og nokkrir árvakir amerískir
hermenn tíndu þá upp. Megnið
af þeim náðist — en ekki allir.
Það var pappírsskortur og fólk-
ið notaði þá fyrir skeinisblöð.
Bandaríska og brezka leyni-
þjónustan hófu þegar leit um
allt meginlandið að mönnunum
sem unnið höfðu í 19. bragga-
hverfi. Bandaríkjamönnum var
einkum í mun að finna plöt-
urnar fyrir 100 dollara seðl-
ana. En það var ekki fyrr en
í maí 1947, að þeim tókst að
hafa hendur í hári Solly. Hann
var gripinn í Róm fyrir að selja
500 dollara seðil á svörtum
markaði. Seðillinn var ósvikinn,
en Solly var tekinn til yfir^
heyrslu. Honum var sleppt eft-
ir að hann hafði sannfært leyni-
þjónustuna um, að aldrei hefði
að fullu verið lokið við plöturn-
ar fyrir 100 dollara seðilinn.
Solly hafði kvænzt laglegri
ekkju í Róm og kvaðst hafa
fengið 500 dollara seðilinn hjá
henni. Árið 1948 fór hann á
eftir konu sinni til Montevideo
þar sem þau bjuggu hjá bróður
hennar, efnuðum bóksala. Árið
1955 fluttu þau hjónin til borg-
ar í Suðurbrasilíu. Vinur þeirra
sem nýlega heimsótti þau, segir
að Solly leggi stund á auglýs-
iiigateikningar og komist vel af.
En prentmyndagerð fæst hann
ekki við. Konan hans teiknar
56