Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 96
'ÖRVAL
segir að sannleikurinn sé tákn
alls þess sem reynist gott og
nytsamlegt að trúa á. Hann
skilgreinir sannleikann sem
,sjóðvirði‘ skoðunarinnar.“
Hann hrækti niður á mölina.
„Nei,“ sagði hann og dró
djúpt andann, ,,þá vil ég heldur
sannfærðan bölsýnismann. Ég
fæ velgju af að lesa James. Þá
vil ég heldur Schopenhauer,
hann sem gefur mér ekki neina
von. Því með því að gefa mér
ekki neina von, knýr hann mig
til baráttu; einmitt með von-
leysi sínu töfrar hann fram í
mér andstæðu þess. Maður
ypptir öxlum yfir James, Scho-
penhauer reiðist maður. Þess-
vegna er það Schopenhauer,
bölsýnismaðurinn, sem er
frjóvgandi. Skilurðu það ekki,“
sagði hann og brosti til henn-
ar, „einmitt sú staðreynd, að
Schopenhauer reitir þig til
reiðir, er sönnun þess, að hann
er heimspekingur.“
,,Þú ert skrýtinn," sagði hún
brosandi.
,,Hemm,“ sagði hann og leit
örvinglaður á hönd hennar.
„Hvað svo um frönsku bók-
ina, sem þú minntist á,“ spurði
hún, „þessa um gamla kennar-
ann með dauða blóðið. Hún er
auðvitað líka bölsýnisbók?“
,,í hæsta máta. Þig langar
til að öskra, þegar þú ert bú-
in með hana.“
,,0g þú telur hana dýrmæta
bók vegna bölsýni hennar?“
„Mjög svo. Því miður er hún
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR
svo vel skrifuð, að hún getur
ekki orðið alþýðulesning. Ef
hún hefði orðið alþýðulesning
í Frakklandi, myndi hún hafa
haft meiri þýðingu fyrir sið-
gæði, styrk og baráttuvilja
Frakka en öll Maginot-línan.
Því maður afber að hugsa um
Maginot-línuna, bak við virki
hennar getur maður haft það
mjúkt og notalegt. Aftur á móti
afber maður ekki að hugsa um
þennan forpokaða, niðurlægða
Cripure gamla; hann er letrið
á veggnum. Frakkland . . .“
Hann komst ekki lengra.
Aftur hafði hann skotrað aug-
unum niður á litlu, brúnu,
mjúku, sterku höndina hennar,
hún lá aðeins hársbreidd frá
hendi sjálfs hans; það var bara
að rétta út höndina, þá myndi
hann eignast allan þennan ríka,
undursamlega heim. Og sem
hann sat þarna lamaður, og gat
ekki rétt út höndina, þá datt
honum nokkuð í hug. Hann
hugsaði sem svo: „Jæja, það
hljóta að vera til stúlkur í
Frakklandi Iíka.“ Og jafnskjótt
sem þessi hugsun snart hann,
svona losaralega, svona full af
sjálfsuppgjöf, þá vissi hann að
á sömu stund hafði hann leitt
sjálfan sig fram á hengiflug
ósigursins. Því sá maður sem
á úrslitastund hugsar um hvað
hann þyrfti að eiga í bakhönd-
inni, til vara, sá maður leggur
ekki fram alla krafta sína til
að vinna. fullnaðarsigur. Sá
maður hefur tapað fyrirfram.
í>4