Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 96

Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 96
'ÖRVAL segir að sannleikurinn sé tákn alls þess sem reynist gott og nytsamlegt að trúa á. Hann skilgreinir sannleikann sem ,sjóðvirði‘ skoðunarinnar.“ Hann hrækti niður á mölina. „Nei,“ sagði hann og dró djúpt andann, ,,þá vil ég heldur sannfærðan bölsýnismann. Ég fæ velgju af að lesa James. Þá vil ég heldur Schopenhauer, hann sem gefur mér ekki neina von. Því með því að gefa mér ekki neina von, knýr hann mig til baráttu; einmitt með von- leysi sínu töfrar hann fram í mér andstæðu þess. Maður ypptir öxlum yfir James, Scho- penhauer reiðist maður. Þess- vegna er það Schopenhauer, bölsýnismaðurinn, sem er frjóvgandi. Skilurðu það ekki,“ sagði hann og brosti til henn- ar, „einmitt sú staðreynd, að Schopenhauer reitir þig til reiðir, er sönnun þess, að hann er heimspekingur.“ ,,Þú ert skrýtinn," sagði hún brosandi. ,,Hemm,“ sagði hann og leit örvinglaður á hönd hennar. „Hvað svo um frönsku bók- ina, sem þú minntist á,“ spurði hún, „þessa um gamla kennar- ann með dauða blóðið. Hún er auðvitað líka bölsýnisbók?“ ,,í hæsta máta. Þig langar til að öskra, þegar þú ert bú- in með hana.“ ,,0g þú telur hana dýrmæta bók vegna bölsýni hennar?“ „Mjög svo. Því miður er hún ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR svo vel skrifuð, að hún getur ekki orðið alþýðulesning. Ef hún hefði orðið alþýðulesning í Frakklandi, myndi hún hafa haft meiri þýðingu fyrir sið- gæði, styrk og baráttuvilja Frakka en öll Maginot-línan. Því maður afber að hugsa um Maginot-línuna, bak við virki hennar getur maður haft það mjúkt og notalegt. Aftur á móti afber maður ekki að hugsa um þennan forpokaða, niðurlægða Cripure gamla; hann er letrið á veggnum. Frakkland . . .“ Hann komst ekki lengra. Aftur hafði hann skotrað aug- unum niður á litlu, brúnu, mjúku, sterku höndina hennar, hún lá aðeins hársbreidd frá hendi sjálfs hans; það var bara að rétta út höndina, þá myndi hann eignast allan þennan ríka, undursamlega heim. Og sem hann sat þarna lamaður, og gat ekki rétt út höndina, þá datt honum nokkuð í hug. Hann hugsaði sem svo: „Jæja, það hljóta að vera til stúlkur í Frakklandi Iíka.“ Og jafnskjótt sem þessi hugsun snart hann, svona losaralega, svona full af sjálfsuppgjöf, þá vissi hann að á sömu stund hafði hann leitt sjálfan sig fram á hengiflug ósigursins. Því sá maður sem á úrslitastund hugsar um hvað hann þyrfti að eiga í bakhönd- inni, til vara, sá maður leggur ekki fram alla krafta sína til að vinna. fullnaðarsigur. Sá maður hefur tapað fyrirfram. í>4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.