Úrval - 01.12.1957, Blaðsíða 64
ÚRVAL
geispa aftur jafn ferlega og ég
hafði gert, þegax ég var að
streitast á móti áhrifavaldi
sveppanna. Ég steinsofnaði.
Það var dýpri og heilbrigðari
svefn en ég hafði nokkru sinni
notið, og hann endurnærði mig
betur en nokkuð annað. Ég
vaknaði hress og glöð og fann
ekki til neinna eftirkasta.
DRAUMA SVEPPIRNIR 1 MEXlKÓ
Þorpið var enn umvafið þéttri
grárri þoku, og Indíánabörnin í
þunnu bómullarskikkjunum sín-
um þyrptust saman við dym-
ar og horfðu undrandi á okk-
ur. En ég byrjaði strax að
skrifa hjá mér athugasemdir
og niðurstöður mínar um þær
furðusýnir, er fyrir mig höfðu
borið.
k k ★
Sífellt er verið að finna ný og ný nota-
gildi íyrir aluminíum og notkunar-
möguleiltar þess em hvergi nærri tæmdir.
Undraefniö aluminium.
Grein úr „The New Scientist".
eftir Edith Goldman
ORKA hefur verið megin-
þátturinn í vinnslu alumin-
íums allt frá því að sá iðnaður
hófst fyrir rúmum hundrað ár-
um, og nú er raforkuþörf þess-
arar iðngreinar meiri en flestra
annarra. Til að vinna eitt tonn
af aluminíum þarf um það bil
20.000 kílovattstundir, en það
svarar til þess, að f jörutíu kerta
pera væri látin loga samfleytt í
fjörutíu ár.
Þó að aluminíum nemi um 80
% af öllum efnum í jarðskorp-
unni, var það ekki uppgötvað
sem sjálfstætt efni fyrr en seint
á 18. öld. Mest af því finnst í
Ieirefninu bauxit, en það er
kennt við þorpið Les Baux í
Suður-Erakklandi. Bauxit, sem
er til orðið fyrir veðrun á gos-
gr jóti, er langútbreiddast í hita-
beltinu. Veðrunin á sinn þátt í
hinni mismunandi samsetningu
þess, og því er haldið fram, að
víxláhrif sterkrar sólarbirtu og
mikillar úrkomu losi um upp-
leysanlegri málma. en skilji þá
torleystari eftir. Enda þótt
gömlu bauxit-námumar í
02