Saga - 2021, Side 9
gunnar tómas kristófersson
Ódauðleg dansspor
Ruth Hanson og dansmyndin
Konur eru ekki mjög sýnilegar í kvikmyndasögu Íslands þar til eftir
miðja tuttugustu öldina nema sem leikkonur, danshöfundar eða tón-
skáld.1 Allir helstu og umtöluðustu kvikmyndagerðarmenn lands -
ins voru karlar og öll umfjöllun um kvikmyndir var um þá og þeirra
aðkomu að kvikmyndagerð.2 Þetta þýðir þó ekki að konur hafi ekki
komið að kvikmyndagerð fyrstu áratugina. Við rannsóknir á kvik-
myndasögu Íslands rakst ég á áhugaverða mynd sem varðveitt er á
Kvikmyndasafni Íslands og hefur ekki verið fjallað um áður. Það er
Saga LIX:2 (2021), bls. 7–17.
F O R S Í Ð U M y N D I N
Gunnar Tómas Kristófersson, gtk@hi.is.
1 Konurnar sem vísað er til eru meðal annars Jórunn Viðar tónskáld, sem samdi
eftirminnilega kvikmyndatónlist fyrir Síðasta bæinn í dalnum (Óskar Gíslason,
1950), og Sigríður Ármann sem samdi dansa fyrir sömu mynd. Þegar að leik-
konum kemur má margar nefna, þ. á m. Bryndísi Péturs dóttur sem lék aðalhlut-
verkið í Milli fjalls og fjöru (Loftur Guðmundsson, 1949), Þóru Borg í Síðasta bæn-
um í dalnum og Gerði H. Hjörleifsdóttur (Nýtt hlutverk, 1954). Mynd Ruthar var
að því er virðist með öllu óþekkt þar til vorið 2020 að ég sendi fyrirspurn á
Kvikmyndasafn Íslands um orðróm sem ég hafði rekist á í grein um Svölu
Hannesdóttur þar sem minnst er á dansmynd sem Rigmor Hanson hafi látið
gera árið 1930. Sjá: Páll Baldvin Baldvinsson, „Sagan af Ágirnd frá 1952,“
Fréttablaðið, 30. desember 2006, 52. Gunnþóra Halldórsdóttir, verkefnastjóri á
safninu, fann þá í hirslum þess dansmynd frá 1927 sem reyndist svo vera þessi
mynd Ruthar. Kvik myndasafn Íslands og starfsfólk þess á mínar bestu þakkir
fyrir aðstoðina og samstarfið við þessa rannsókn.
2 Til að skilja stöðu íslenskra kvenna í kvikmyndagerð í víðara samhengi er grein
Guðrúnar Elsu Bragadóttur ,,Out in the Cold? Women Filmmakers in Iceland“
lykiltexti um efnið en þar fer Guðrún Elsa yfir stöðu og sögu kvenna í íslenskri
kvikmyndagerð og gefur í fyrsta sinn skýra mynd af hvoru tveggja: Guðrún
Elsa Bragadóttir, „Out in the Cold? Women Film makers in Iceland,“ í Women in
the International Film Industry, ritstj. Susan Liddy (London: Palgrave Macmillan,
2020), 179–195.