Saga - 2021, Side 48
sjálfstæðisbarátta Íslendinga fær stundum úthlutað táknrænu hlut-
verki sem endurspeglar þörf annarra þjóða í uppgjöri þeirra um
hvernig megi skilja sögu og sambönd danska ríkisins.16 Í þessu til-
felli er sjónum beint að neikvæðum afleiðingum danskra yfirráða og
þannig er Ísland staðsett sem nýlenda með svipaða reynslu og
Grænland. Eins og kunnugt er hafa fræðimenn þó bent á neikvæða
sýn á Grænland sem hefur litað og einkennt viðhorf sumra Íslend -
inga til nágrannalandsins og blæbrigði sem taka verður tillit til ef
bera á sögu landanna tveggja saman í ljósi nýlendu- og heimsvalda-
stefnu.17
Gjörningarnir í kringum stytturnar af Hans Egede eru að mörgu
leyti svokallaðir „fjölmiðlaviðburðir“ (e. media events) og sem slíkir
eiga þeir sér sérstök tengsl við bæði tíma og rými. Í tímamótabók
sinni um fjölmiðlaviðburði frá 1992 skilgreina Daniel Dayan og
Elihu Katz slíka viðburðir sem truflun á daglegu lífi.18 Þeir brjóta
upp fréttastrauminn en eru oftast um leið staðfesting á valdi ráðandi
kerfis. Eftir sem áður eru allir fjölmiðlaviðburðir settir fram því þeir
þykja merkilegir eða fréttnæmir, sumir jafnvel sem „sögulegir“ eða
auðkenndir sem merki um söguleg umskipti.19 Gjörningarnir sem
tengjast styttunum tveimur bera með sér ákveðinn skilning á nútím -
anum með ítrekaðri notkun hugtaksins „decolonize“ en líka af því
að þeir eru fjölmiðlaviðburðir. Líkt og Dayan og Katz benda á gerast
slíkir atburðir vissulega utan fjölmiðla í sjálfu sér og fjölmiðlar miðla
þeim aðeins. En eins og menningarsagnfræðingurinn Ebbe Vol -
álitamál46
var at tage deres gamle asatro tilbage. Det har gjort, at folk ikke har følt sig for-
kerte, og det har styrket samfundet. Måske kunne det have den samme effekt,
hvis man i Grønland tog sine gamle rødder til sig igen.“
16 Önnur dæmi má sjá í bókinni Denmark and the New North Atlantic, ritstj. Kirsten
Thisted og Ann-Sofie Gremaud (Árósum: Aarhus Universitetsforlag, 2020).
17 Sjá til dæmis Sumarliða R. Ísleifsson, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland –
viðhorfasaga í þúsund ár (Reykjavík: Sögufélag, 2020); Jón yngva Jóhannsson,
„Af reiðum Íslendingum. Deilur um Nýlendusýninguna 1905,“ í Þjóðerni í
þuśund ár?, ritstj. Sverrir Jakobsson, Jón yngvi Jóhannsson og Kolbeinn Óttars -
son Proppé (Reykjaviḱ: Haśkólaut́gaf́an, 2003), 135–150; Guðmund Haĺfdanar-
son, „Var Ísland nýlenda?,“ Saga 52, nr. 1 (2014): 42–75;, Ann-Sofie N. Gremaud,
„Festtid, krisetid og kolonitid, Fortællinger om islandsk selvstændighed,“ í
Postkoloniale og globale perspektiver på dansk kolonihistorie, ritstj. Søren Rud og
Søren Ivarsson (Árósum: Aarhus Universitetsforlag, 2021), væntanleg.
18 Daniel Dayan og Elihu Katz, Media Events: The Live Broadcasting of History
(Cambridge: Harvard University Press, 1992), 5.
19 Sama heimild, 12.