Saga - 2021, Blaðsíða 216
Að mörgu leyti hefði orðið betra fræðirit úr þrengra viðfangsefni þar
sem hefði verið farið á víddina út frá tilteknu sjónarhorni. Raunar inni -
heldur bókin efni í margar bækur þar sem væri hægt að greina út frá hug-
myndasögu, stéttahagsmunum og hagsögu. Ef til vill hefði farið betur á því
að höfundur takmarkaði sig við þrengra viðfangsefni, svo sem alþýðutrygg-
ingarnar 1936, og gerði því ítarleg skil.
Þrátt fyrir þessa annmarka verður þó ekki annað sagt en að Öryggi þjóðar
sé umtalsvert afrek og mikilvægt framlag til íslenskra velferðarrannsókna.
Sigurður nýtti yfirgripsmikla þekkingu sína á velferðarmálum til að ná sam-
an á einn stað ítarlegum upplýsingum um þróun lykilþátta velferðarkerfis-
ins, upplýsingar sem munu nýtast rannsakendum um ókomna tíð. Það að
bókin svari fáum spurningum en veki margar er ef til vill ekki ljóður á verk-
inu heldur áskorun um að nýta grunninn sem Sigurður skildi eftir sig til að
kafa dýpra og varpa ljósi á þá þætti sem höfðu helst áhrif á mótun íslenska
velferðarkerfisins.
Kolbeinn H. Stefánsson
STRANDIR 1918. FERÐALAG TIL FORTÍÐAR. Ritstj. Dagrún Ósk
Jónsdóttir. Sauðfjársetur á Ströndum. Rannsóknasetur Háskóla Íslands
– Þjóðfræðistofa. Strandir 2020. 289 bls. Myndir, heimildaskrá, tilvísanir.
Árið 1918 skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga enda var það við -
burðaríkt og eftirminnilegt. Frostavetur, Kötlugos, spænska veikin — hvert
áfallið rak annað og það í miðju heimsstríði. Ljósglætan var fullveldið, 1.
desember 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki.
Bókin Strandir 1918 er sprottin upp úr samstarfsverkefni Sauðfjárseturs
á Ströndum og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræði -
stofu. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2018. Haldin voru þrjú mál -
þing og sett upp sögusýning á Sauðfjársetrinu á Sævangi við Stein gríms -
fjörð auk þess sem grunnskólanemendur á Hólmavík og Drangsnesi unnu
margvísleg verkefni um lífið á Ströndum fyrir hundrað árum.
Í bókinni eru fimm fræðigreinar (19–109), tvær ferðalýsingar um
Strandir (111–154) og brot úr dagbókum tveggja Strandamanna (155–277)
auk inngangskafla eftir ritstjóra bókarinnar, Dagrúnu Ósk Jónsdóttur, og
stuttra formálsorða Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þetta er ágæt
blanda af fræðum og frumheimildum.
Fyrri ferðalýsingin er eftir Guðmund Hjaltason alþýðufræðara sem
ferðaðist um Strandir í maí og júní 1917 og hélt meira en 60 fyrirlestra við
góðar undirtektir. „Alltaf góðar viðtökur, mennilegt og dugnaðarlegt fólk,“
skrifar hann. „Alls staðar eitthvað í átt góðra framfara“ (123).
ritdómar214