Saga - 2021, Side 130
Í svefnherberginu mínu var í morgun þegar jeg fór á fætur 7° frost C,
en glugginn er ekki alveg lokaður, heldur smárifa opin, eða minsta rif-
an, sem jeg hefi. Jeg hefi aldrei lokað svefnherbergisglugganum mínum
alveg, nú í bráðum 17 ár.7
Einn daginn skrifar hann að honum hafi verið kalt fram eftir allri
nóttu „og þó vantar ekki sængurfötin“. yfir honum hafi hann haft
„æðardúnsæng, tvö ullarteppi, eitt vatterað teppi og þar ofan á avís -
teppi með flonellæji“.8
Þetta ár segir Hannes frá viðburðum í bæjarlífinu. Til dæmis
lýsir hann komu dönsku sambandslaganefndarinnar til landsins 29.
júní en þá var hann sjálfur staddur á hafnarbakkanum. Þótti honum
móttökurnar sem nefndin fékk heldur lítilfjörlegar og „kuldaalvara
yfir öllu“. Sýndist honum að átt hefði „að gefa komu mannanna
hátíðlegri og hjartanlegri blæ“ með hljóðfæraslætti, því hér væri nú
„fullboðlegur lúðraflokkur“.9 Sömu sögu er að segja þegar nefndin
heldur af landi brott en þá var Hannes aftur mættur á hafnarbakk-
ann og fylgdist með kveðjunum sem voru „kaldar og kuldalegar og
óhátíðlegar“.10 Hátíðarhöldunum sem fram fóru 1. desember lýsir
Hannes með svipuðum hætti.
Hann liggur ekki á skoðunum sínum, til að mynda kvartar hann
yfir því hve mikið moldryk sé á götunum og að þær séu aldrei
sópaðar né heldur vatnaðar.11 Borgarbarnið Hannes hefur skoðanir
á híbýlum í sveitum, segist löngum hafa undrast yfir og ergt sig á
timburhúsum til sveita sem honum þyki bæði „ljót og leiðinleg á að
horfa og eiga als ekki við landslagið“ og auk þess séu þau „altof dýr
og alveg óhafandi, nema að þau sjeu hituð upp“.12 Þá má greina
nokkurn hneykslunartón hjá honum þegar hann sér konu reykja
utandyra:
Í dag sá jeg kvennmann í íslenzkum búningi ganga reykjandi cigarettu
hjer í Austurstræti. Það er í fyrsta sinni að jeg hefi sjeð kvennmann
reykja tóbak á götu og bar þessi unga stúlka sig svo ófeimnislega, að
það hefir varla verið í fyrsta sinni að hún hefir reykt á götunni. Annars
er það mjög alment, að ungar og miðaldra stúlkur reyki inni bæði í
halldóra kristinsdóttir128
7 Lbs. Lbs 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 11. janúar 1918.
8 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 13. janúar 1918.
9 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 29. júní 1918.
10 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 18. júlí 1918.
11 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 7. júlí 1918.
12 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 18. febrúar 1918.