Saga - 2021, Síða 101
mótin 1900 var einstaklingsmiðuð „framfaratrú“ farin að vera mót-
andi afl á lífssýn og viðhorf íslensks almennings. Víðari samfélags-
mynd var að opnast almenningi á þessum tíma í gegnum meiri
félags lega virkni, bættar samgöngur við nágrannalönd, tilkomu
vestur ferða og vaxandi blaða- og tímaritaútgáfu með meiri upp -
lýsingum um íslenskt samfélag og umheiminn. Opinbert andóf
gegn valdhöfum, veraldlegum sem andlegum, tók að birtast í formi
gagn rýni á forystu- og embættismenn, nokkuð sem áður var fá -
heyrt.10
Embættismenn og húsbændur á nítjándu öld sýndu á tíðum af
sér framkomu sem gekk þvert á boðaðar dyggðir sem haldið var að
undirsátum. Útbreiddur drykkjuskapur meðal presta og bænda var
skýrt dæmi um það.11 Hegðun og siðferði meðal þeirra sem hæst
sátu í stigveldinu var ætlað að viðhalda og styrkja réttmæti dyggða -
samfélagsins en átti á stundum sinn þátt í að grafa undan því.
Þorkell Bjarnason (1839–1902), prestur og alþingismaður, hélt því
fram að virðing fyrir valdsmönnum hefði verið mun meiri fyrir og
um miðja nítjándu öld en undir lok hennar. Um miðja öldina hafi
prestar og hreppstjórar farið sínu fram hvað sem öðrum fannst og
almenningur látið gott heita.12
Almenningur hafði með aukinni þátttöku í félagastarfi greinileg
áhrif á ákveðnum sviðum samfélags og stjórnmála. Ein veigamestu
áhrifin sem félög og félagshreyfingar höfðu voru að þær efldu sam-
kennd og samhug meðal almennings og færðu fólki heim sanninn
um að það gæti í samtökum verið sterkt afl sem valdhafar yrðu að
taka tillit til. Uppgangur félagshreyfinga undir lok nítjándu aldar
átti sér stað bæði í þéttbýli og dreifbýli. Sífellt fleiri tóku að líta svo
á að byggð í dreifbýli þrifist ekki nema með því að efla samfélögin í
sveitunum og virkja félags- og samveruþörf fólks í þeirra þágu.13 Í
íslenska dyggðasamfélagið 99
10 Lbs. – Hbs. Hrafnkell Lárusson, „Lýðræði í mótun: Félagastarf, fjölmiðlun og
þátttaka almennings 1874–1915.“ Doktorsritgerð í sagnfræði við Háskóla
Íslands 2021, 56–70, 123–133, 185–190, 244–247.
11 Lbs. – Hbs. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, „Í trú von og kærleika: Góðtemplara -
reglan á Íslandi frá 1884 og fram á fjórða áratuginn. Félagsleg, menningarleg og
hugmyndaleg áhrif.“ MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2014, 14; Bjarni
Jónsson, Sveitalífið á Íslandi: Fyrirlestur (Reykjavík: 1890), 13; Þorkell Bjarnason,
„Fyrir 40 árum,“ Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags 13 (1892): 170–258, hér 239.
12 Þorkell Bjarnason, „Fyrir 40 árum,“ 237–239, 256–257.
13 Um tilkomu og vöxt íslenskra félagshreyfinga fyrir aldamótin 1900 sjá einkum:
Lbs. – Hbs. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, „Í trú von og kærleika“; Sumarliði R.