Saga - 2021, Síða 166
Ég skrifaði þar grein um þróun íslenskrar sagnfræði frá 1980 til 2005
þar sem ég greindi meðal annars stöðu kynjasögunnar innan sagn -
fræðinnar og setti hana í samhengi við aðra þróun innan fræðanna.
Ég gerði tilraun til að greina nokkrar ólíkar bylgjur í þróun sagn -
fræðinnar en þá þriðju kenndi ég við kynslóðina sem var að láta til
sín taka en átti enn nokkuð í land til að hafa veruleg áhrif á þróun
fags ins (með undantekningum þó). Um kvenna- og kynjasögu lét ég
þessi orð falla:
Kvennasagan sem spratt hér upp á níunda áratugnum var ein af birt-
ingarmyndum íslensku söguendurskoðunarinnar og fylgdi mjög þeirri
slóð sem hún þróaðist eftir. Örlög kvennasögunnar urðu líka svipuð,
hún dagaði uppi í sinni empirísku áherslu þar sem stöðugt var verið að
draga fram tiltekinn hóp kvenna til „jafnvægis“ við karlanna og þeirra
sögu, í anda „staðfestingarsagnfræðinnar“; hin hugmyndafræðilega staða
þessara rannsókna var veik — þokaðist tæplega hænufet frá heimild-
unum sem unnið var með.
Kynjafræðin (e. gender studies) gaf fyrirheit um breytingar, og þau
tóku hluta af kvennasögunni inn í alveg nýtt fræðilegt samhengi. …
Niðurstaðan er þó sú að kynjafræðin standi hér á landi ákaflega
veikum fótum og sé enn vængstýfð af sjónarhorni kvennafræðanna
sem leggja áherslu á fyrirséða hugmyndafræðilega baráttu í stað ein-
beittra tilrauna til endurnýjunar.37
Hinsegin fræði: Gegn kynjatvíhyggjunni
Í eftirmála bókarinnar Frá endurskoðun til upplausnar sögðum við rit-
stjórarnir frá áhugaverðri heimsókn dr. Susan Stryker til Íslands og
nefndum hugmyndir hennar sem dæmi um ákveðna upplausn
hefð bundinna kvarða og hugtaka.38 Hinn 10. mars 2006 flutti hún
sigurður gylfi magnússon164
vangi hugvísinda. Nafnlausa ritröðin. Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór
Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Miðstöð einsögurann-
sókna og ReykjavíkurAkademían, 2006).
37 Sigurður Gylfi Magnússon, „Íslensk sagnfræði 1980–2005: yfirlit,“ Frá endur -
skoðun til upplausnar. Tvær prófritgerðir, einn formáli, þrjú viðtöl, sjö fræði greinar,
fimm ljósmyndir, einn eftirmáli og nokkrar minningargreinar af vettvangi hugvísinda.
Nafnlausa ritröðin. Ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður
Gylfi Magnússon (Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAka -
demían, 2006), 236–237.
38 Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pétursson og Sigurður Gylfi Magnússon,
„Minning dauðans: Tryggvi V. Líndal og upplausn formsins,“ Frá endur skoðun