Saga - 2021, Side 138
allnákvæmlega talið upp hvernig stjórnvöld skyldu nota þessi frí-
merki og í hvaða tilfellum.8 Þjónustufrímerki voru í raun niður-
greidd af lands sjóði fyrir stjórnvöld og voru þess vegna eingöngu
ætluð embættismönnum til notkunar vegna opinberra starfa og
embættismála hlutað eigandi stjórnvalda.9 Þurftu embættismenn að
gera sérstaka reikninga, þjónustufrímerkjareikninga. Áður höfðu
embættismenn getað sent póst án nokkurs kostnaðar en með fyrr-
nefndri aug lýs ingu um póstmál á Íslandi árið 1872 var það fyrir-
komulag afnumið og sérstök þjónustufrímerki tekin í notkun.10
Þjónustuútgáfa skildingafrímerkja var í notkun frá 1. janúar 1873 til
1. ágúst 1876 en notk un þjónustufrímerkja almennt var afnumin á
Íslandi 1. janúar 1947.11
Almenn skildingafrímerki og þjónustuhluti skildingafrímerkja
eru eftirsótt meðal frímerkjasafnara og eru með verðmætustu ís -
lensku frímerkjum sem ganga kaupum og sölum, bæði vegna þess
að þau voru fyrstu íslensku frímerkin sem gefin voru út og einnig
vegna þess hversu stutt þau voru í notkun eða í einungis tæp fjögur
ár.12 Þann tíma sem þjónustuhluti skildingafrímerkja var í notkun
hér á landi, 1873–1876, voru gefin út 80 þúsund frímerki en tæplega
54 þúsund þeirra voru seld og því notuð af embættismönnum. Eðli
málsins samkvæmt voru mun fleiri almenn skildingafrímerki í um -
ferð. Prentuð voru 245 þúsund almenn skildingafrímerki en tæplega
173 þúsund voru seld.13 Frímerkt blað eins og Biblíubréfið, með
fjölda þjónustufrímerkja tengt sendingu eins embættis til annars, er
því eðli málsins samkvæmt afar sjaldgæft og verðmætt.
Erfitt er að átta sig á því hvenær fólk hóf að safna frímerkjum hér
á landi en svo virðist sem frímerkjasöfnun hafi hafist fljótlega eftir
að útgáfa frímerkja hófst. Þannig má finna auglýsingu í Þjóðólfi árið
1875 þar sem Guðmundur Guðmundsson á Eyrarbakka óskar eftir
að kaupa notuð íslensk frímerki, í Ísafold árið eftir auglýsir Ernst
njörður sigurðsson136
8 Tíðindi um stjórnarmálefni fyrir Ísland III, 374–377.
9 Sama heimild, 374–375; Lovsamling for Island XXI (Kaupmannahöfn, 1889), 205.
10 Lovsamling for Island XXI, 205.
11 Íslensk frímerki 1873–2019. Frímerki konungsríkisins Íslands 1873–1943. Frímerki
lýðveldisins Íslands 1944–2019. 2. útgáfa (Íslandspóstur, Reykjavík, 2019), 235.
Einnig aðgengilegt á rafhladan.is.
12 Þjónustufrímerki eru í raun öll eftirsótt, líka aura- og krónufrímerki vegna
fágætis.
13 Jón Aðalsteinn Jónsson, Íslenzk frímerki í hundrað ár, 102–103, 136–137.