Saga - 2021, Síða 113
samfélaginu þar sem trúarbrögðin voru öðru ofar. En veraldar -
hyggja (e. secularism) fór vaxandi er nær dró aldamótum og kirkju-
sókn fór minnkandi. Áhrifamáttur trúarbragðanna á daglegt líf og
menningu landsmanna var á undanhaldi og prestar kvörtuðu und an
dvínandi trúrækni sem meðal annars birtist í messuföllum „að
ástæðu lausu“ sem urðu tíðari þegar kom fram á síðasta þriðjung
nítjándu aldar (messusókn var ekki lengur skylda eftir 1855).46 Þór -
hallur Bjarnarson, þá nýskipaður biskup, taldi árið 1909 að megin -
ástæða þess að fjarað hefði undan samfélagslegri stöðu kirkjunnar á
næstliðnum árum væri að kirkjan hefði ekki náð að halda í við
þróun íslenskrar menningar sem einkenndist af útbreiddari mennt un
og félagastarfi. Fleiri framámenn tóku í kjölfarið í sama streng í
opinberri umræðu.47
Þorsteinn Þórarinsson (1831–1917) var prestur í Eydalasókn í
Breiðdal árin 1890–1910. Hann hélt dagbók sem spannar næstum 60
ára tímabil og lauk árið 1915. Þorsteinn fékk þau eftirmæli í byggða -
sögunni Breiðdælu að hafa verið vinsæll meðal sóknarbarna sinna og
af persónulýsingu hans að dæma virðist hann hafa verið holdgerv-
ingur viðurkenndra dyggða.48 Engu að síður má af dagbókum hans
sjá hversu kirkjusókn var oft lítil í tíð hans sem sóknarprestur í
Eydölum og þar sést líka að oft leið allnokkur tími milli guðsþjón-
usta. Hátíðarmessur voru á stundum illa sóttar. Árið 1894 skráði
Þorsteinn að fáir utan heimafólks hafi verið við jólamessu og árið
1901 voru aðeins 19 manns af nágrannabæjum við nýársmessu og
þó var veður gott. Ítrekað skráði Þorsteinn messuföll vegna þess að
enginn mætti en einnig má sjá í dagbókum hans dæmi um ágæta
kirkjusókn.49 Fleiri persónulegar heimildir frá því um aldamótin
1900 benda í sömu átt, þ.e. að áhrif kirkju og kristindóms hafi þá
farið minnkandi í samfélaginu.
íslenska dyggðasamfélagið 111
46 Þórunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis, lýðvalds og jafnaðar,“ 104–105, 151–152;
Pétur Pétursson, Church and Social Change, 55–56, 76; Jónas Jónasson (frá
Hrafnagili), Íslenzkir þjóðhættir, 358.
47 Hjalti Hugason, „„… úti á þekju þjóðlífsins.“ Samband þjóðkirkju og þjóðar
við upphaf 20. aldar,“ Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi. Glíman, sérrit 2 (Reykjavík:
Grettisakademían, 2010), 97–125, hér 99–104, 118.
48 Óli Guðbrandsson, „Heydalaprestar,“ í Breiðdæla: Drög að sögu Breiðdals, Jón
Helgason og Stefán Einarsson gáfu út (Reykjavík: Nokkrir Breiðdælir, 1948),
243–274, hér 267.
49 HerAust. (Héraðsskjalasafn Austfirðinga) A6 159, 1. Þorsteinn Þórarinsson
prestur í Eydölum, Breiðdal. Dagbækur 1856–1915.