Saga - 2021, Side 102
auknu félagastarfi birtist tilhneiging til að færa mörk ábyrgðar ein-
staklinga út fyrir túngarðinn (eigið heimili) og yfir á allt nærsam-
félagið. Í því fólst hugarfarsbreyting sem var í trássi við eldri viðhorf
byggð á stigveldisskiptingu og heildarhyggju þar sem heim ilið var
ótvíræður miðpunktur tilveru hvers manns og hagsmunir sam-
félagsheildarinnar voru í fyrirrúmi. Í þessum efnum voru áhrif bind -
indishreyfingarinnar mest. Innan hennar var áhersla á frum kvæði
og ábyrgð einstaklinga á sjálfum sér auk þess sem hreyfingin hafði
að markmiði að styðja við siðvæðingu og samfélagslega virkni. Þess -
ar áherslur fólu í sér ákveðið andóf gegn ríkjandi heildar hyggju.14
Þarna vóg framtak aldamótakynslóðarinnar þyngst en hún var félags -
lega virkari en eldri kynslóðir og líka almennt kröfuharðari um
möguleika til starfs og menntunar.
Þótt það hljómi mótsagnakennt þá var einstaklingshyggja einn
af drifkröftum vaxandi félagastarfs. Í því fólst útfærsla ábyrgðar
hvers einstaklings frá því að vera nær eingöngu ábyrgur gagnvart
eigin heimili og velferð þess í að vera líka ábyrgur gagnvart öllu
nær samfélaginu og sýna þá ábyrgð í félagslegri þátttöku sem mið -
aði að uppbyggingu þess. Félagsfólk var oft og tíðum ekki aðeins
hvatt til virkni innan félaga heldur einnig á eigin forsendum utan
þeirra.15 Þegar íslenska ungmennahreyfingin var að rísa á fyrsta og
öðrum áratug tuttugustu aldar mætti hún nokkurri mótstöðu, meðal
annars úr hópi bænda, og voru dæmi þess að húsbændur meinuðu
vinnufólki sínu að taka þátt í starfi félaganna sem samræmdist ekki
íhaldssamri heimsmynd hinna eldri. Starfsemi félaganna var af
gagnrýnendum talin taka tíma og orku frá fólki og grafa undan
kirkjusókn.16
hrafnkell lárusson100
Ísleifsson, Í samtök: Saga Alþýðusambands Íslands 1 (Reykjavík: Forlagið og ASÍ,
2013); Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands
1907–1992 (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands, 1993).
14 Lbs. – Hbs. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, „Í trú von og kærleika,“ 86.
15 Sambandslög fyrir Ungmennafélög Íslands (Akureyri: Ungmennafélag Íslands,
1907), 1. Þessi áhersla er mjög skýrt orðuð í lögum Ungmennafélags Íslands. Í
öðrum tölulið annarrar greinar segir um skyldur félagsmanna: „Að temja sér
að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags.“
16 Hulda S. Sigtryggsdóttir, „Alþýðuskólar og ungmennafélög: leiðir til félags-
legrar virkni,“ í Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930: Ritað mál, menntun og félags-
hreyfingar, ritstj. Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson, Sagnfræðirannsóknir
– Studia Historica, 18. bindi (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands,
2003), 149–167, hér 162.