Saga - 2021, Side 220
fyrstu sýn munu augu fræðimannsins leita uppi fræðigreinarnar, svo sem
nýja og ferska nálgun á Spánverjavígin svokölluðu og samskipti Vestfirð -
inga og Baska, merkilegar greinar um Ísland og Spán í fornum skjölum
hvort annars eða um Íslendinga í spænsku borgarastyrjöldinni svo fátt eitt
sé nefnt. Margir aðrir munu tengja betur við ritrýnda grein um sólarlanda-
ferðir Íslendinga til Spánar, aðra um saltfisk, vín og skemmda ávexti, viðtöl
við Spánverja búsetta á Íslandi eða mjög merkilega grein um spænska gít-
arinn. Hvorum megin sem viðkomandi byrjar þá mun endanum náð, þó svo
að umfjöllunarefnin séu ólík þá heldur bókin athygli lesanda.
Grein Más Jónssonar um Spánverjavígin ásamt greinum Erlu Erlends -
dóttur um basknesk-íslensk orðasöfn og Ragnheiðar Mósesdóttur um Baska
í íslenskum fornbréfum bera með sér ný viðhorf og viðleitni til að skilja
betur hvernig samskiptum heimamanna á Vestfjörðum og erlendra hval-
veiðimanna var háttað á sautjándu öld og hvað gerðist í raun þegar spænsku
skipin brotnuðu við Vestfirði árið 1615. Það virðist vera svo stutt síðan texti
Jóns lærða Guðmundssonar um Spánverjavígin var afskrifaður sem of vil-
hallur undir Baskana, treysta átti ljóðabálkum betur, svo sem „Spönsku
vísur“, og ekki var minnst einu orði á spænskar heimildir um vígin. Grein -
arnar þrjár gefa í sameiningu mjög góða mynd af veru Baska, eða Spánverja,
á Íslandi á sautjándu öld, veita innsýn í spænskar samtímaheimildir og eru
lausar við óþarfa réttlætingu á atburðum.
Vilji einhver vita hvaðan hið einstaka og séríslenska hugtak vinnukonu-
grip kemur þá skal lesa kaflann um spænska gítarinn, „Íslenskir gítarleik -
arar og Spánn“ eftir Þórarin Sigurbergsson. Jafnframt er ómögulegt að fjalla
um áhrif spænska gítarsins, hins klassíska, án þess að minnast sérstaklega
á Andrés Segovia, ekki síst ef tengja á áhrifin við Ísland. Hlutverk hans sem
leiðandi afls í útbreiðslu spænskra klassískra verka, jafnvel þó þau hafi upp-
haflega verið samin fyrir píanó eða önnur hljóðfæri en gítar, og tónleikar
hans árið 1958 í Austurbæjarbíói binda Ísland og spænska gítarinn söguleg-
um böndum sem vert er að sinna, þessi kafli gerir það og gott betur.
Persónuleg forvitni rak mig að einum kafla fremur öðrum, „Saltfiskur,
vín og skemmdir ávextir: Viðskiptasamband Íslands og Spánar í 200 ár“ eftir
Stefán Svavarsson. Ég hef löngum haft augun hjá mér varðandi upplýsingar
um mögulegan útflutning á íslenskri mjólk eða mjólkurafurðum til Spánar
eftir að hafa séð í gömlum tímaritum frá Spáni frá fimmta áratug tuttugustu
aldar, meðal annars í Marca, málgagni íþróttafélagsins Real Madrid, auglýs -
ingar frá snyrtivörufyrirtækinu Vasconcel um handa- og andlitskrem gert
úr svo kallaðri leche de Islandia de Vasconcel (mjólk frá Íslandi frá Vasconcel).
Kremið gat verið staðgengill sápu samkvæmt auglýsingum og markaðsett
sérstaklega handa ungum stúlkum og íþróttafólki, svo sem knattspyrnu-
mönnum. Með einfaldri myndaleit á internetinu má finna þessar auglýs -
ingar sem og myndir af glerflöskum og túpum með kreminu sem í dag eru
safngripir. Fyrirtækið Vasconcel fór líklega frjálslega með staðreyndir í inni-
ritdómar218