Saga - 2021, Side 19
árið 1929 giftist Ruth Skotanum
William Murray Anderson í Frí -
kirkjunni í Reykjavík og flytur
með honum til Skotlands.27 Fyrir
utan heimsókn til Íslands árið
1932 er lítið meira af Ruth Han -
son að frétta en samkvæmt eftir -
grennslan eign aðist hún tvö börn
og helg aði sig starfi hús móður í
Rutherglen í Skot landi þar sem
hún lést árið 2003.28 Rigmor Han-
son tók við dansskólanum af
systur sinni og rak hann farsæl-
lega í áratugi og varð þekkt
á Íslandi fyrir danskennslu og
skemmtanir. Rigmor lést árið
2008. Ævi Ruthar Hanson þarf
að rannsaka betur og gera grein
fyrir því hvaða lífi hún lifði í
Skotlandi en það er erfitt að
ímynda sér nokkuð annað en að
hún hafi látið til sín taka þar líkt og hún hafði gert svo um munaði á
Íslandi árin 1926–1929. Arfleifð Ruthar felst í minningum þeirra sem
tóku þátt í danskennslu hjá henni eða mættu á böll, í Engeyjar -
sundinu sem hún synti fyrst kvenna og stöðu hennar sem tákn nýrra
tíma og frelsis kvenna til að fara sínar eigin leiðir á Íslandi og sér í lagi
í Reykja vík.29 En núna verður hennar vonandi líka minnst sem fyrstu
kvikmyndagerðarkonu Íslend inga sem gerði dansspor sín ódauðleg.
ódauðleg dansspor 17
með bein í nefinu, lá ekki á skoðunum sínum og var tilbúin að verja þær á
opinberum vettvangi ef svo bar undir. Sjá m.a.: Ruth Hanson, „Danssýning,“
Alþýðublaðið, 30. apríl 1928, 2–3; Viggo Hartmann, „Að gefnu tilefni,“ Alþýðu -
blaðið, 3. maí 1928, 2–3; Ruth Han son, „Svar við „Svar við kveðju“,“ Alþýðu -
blaðið, 9. maí 1928, 3.
27 „Hjúskapur,“ Vísir, 27. júlí 1929, 3.
28 Björn Þór Björnsson, sagnfræðingur og starfsmaður á Kvikmyndasafni Íslands
á þakkir skildar fyrir að grafast fyrir um Ruth í Skotlandi og finna þessar
upplýsingar.
29 Sjá t.d.: „Í útflutningsverzlun gildir engin ævintýramennska,“ Vísir, 13. apríl
1967, 9 og 13, hér 9; „Símastúlka syndir til Reykjavíkur,“ Vísir. Blað 2, 29. nóv-
ember 1980, 20.
Ruth Hanson og William Murray Ander -
son á brúðkaupsdaginn. Ljósm. Loftur
Guðmundsson, Ljósmyndasafn Íslands.