Saga - 2021, Qupperneq 31
finningar og skorti að sama skapi röklega festu.2 Því var áhugavert
að valdakarl á borð við Halldór skyldi ekki veigra sér við að beita
því sem kalla mætti tilfinningarök til að mótmæla því að stytta héldi
á pappaspjaldi með pólitískum skilaboðum.
Framangreint dæmi sýnir í hnotskurn að sögunotkun í almennu
rými er mikið tilfinningamál. Eins og Jón Karl Helgason hefur bent
á er sköpun líkneskja og staðsetning þeirra mikilvægur liður í að
móta menningarlegt minni kynslóða og hópa. Merking minnisvarða
er því nátengd sögu pólitísks valds og valdabaráttu en að sama
skapi einnig tilraun til markvissrar gleymsku.3
Brjóst í almannarými
Minnisvarðar í opinberu rými á Íslandi voru lengi vel alfarið helg -
aðir körlum. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru einungis fjögur
minnismerki um nafngreindar konur og þrjú þeirra voru reist eftir
aldamótin 2000. Styttur af ónafngreindum konum eru aftur á móti
töluvert fleiri.4 Skort á styttum af nafngreindum konum má túlka
þannig að þær birtist ekki sem sögulegir gerendur í almannarými í
Reykjavík heldur sem ónafngreindar verur sem eiga að tákna hug-
læg og tímalaus hugtök á borð við mæður, umhyggju eða ást eða í
líki þjóðsagnapersóna eða gyðja. Þar með er þeim skipað saman í
hóp sem er mótaður eftir hefðbundnum kynhlutverkum á meðan
karlmenn koma fram sem sjálfstæðir einstaklingar.5
Slík kynjaslagsíða er vel þekkt stef í vestrænni menningu. Bent
hefur verið á að áherslan á minnisvarða af konum í formi mæðra
eða gyðja svipti þær gerendahæfni og geri þær að sögulausum
staðal ímyndum. Þar með eru þær ekki hluti af línulegri sögu fram-
söguskoðun í almannarými 29
2 Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjáns -
dóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Konur sem kjósa: aldarsaga (Reykjavík:
Sögufélag, 2020), 74, 265.
3 Jón Karl Helgason, Ódáinsakur: helgifesta þjóðardýrðlinga (Reykjavík: Sögufélag,
2013), 90.
4 Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Guðmunda Rós Guð -
mundsdóttir, „Konur á stalli? Um minnismerki nafngreindra kvenna í almenn-
ingsrými Reykjavíkur,“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2021, 1.
5 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Móðir, kona, meyja — og nútíminn,“ í Íslenska
söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit, 2. bindi, ritstj. Guðmundur Jónsson,
Eiríkur K. Björnsson, Anna Agnarsdóttir og Eggert Þór Bernharðsson (Reykja vík:
Sagnfræðistofnun, Sagnfræðingafélag Íslands, 1998), 333–338, hér 333.