Saga - 2021, Síða 47
sterkar neikvæðar tilfinningar sem hann eða hún getur ekki fengið
útrás fyrir.13 Þess vegna skapast litla hefndarskrímslið sem þó reyn -
ist oft erfitt að stjórna og leiðir alltaf til eyðileggingar á einn eða annan
hátt.
Samstarfsmaður Josefs, grænlenski tónlistarmaðurinn Aqqalu
Berthelsen, sem kemur fram undir listamannsnafninu Uyarakq
hefur lýst stuðningi við þá nafnlausu aðgerðasinna sem máluðu
stytturnar af Hans Egede. Hann lýsti aðgerðunum í viðtali sem
góðu tækifæri til að efna til rökræðna um söguna og sem leið til að
varpa ljósi á þá lygi sem að hans mati hefur verið ráðandi sögutúlk-
un hingað til.14 Árið 2020 gaf Aqqalu út lagið Move, I’m indigenous
sem hefur notið mikilla vinsælda innan og utan Grænlands. Í text-
anum og myndbandinu sýnir listamaðurinn alþjóðlegt netverk ungs
fólks með rætur í frumbyggjahópum og leggur áherslu á að þetta
fólk er í andstöðu við heimsvaldastefnu vestrænnar menningar.
Aka Hansen, talsmaður grænlensks vettvangs fyrir umræður um
og uppgjör við nýlendutímann sem kallast Nalik Kalaallit Nunaat,
bendir á að umræðan um stytturnar sé einnig leið fyrir Grænlend -
inga til að spegla reynslu sína af aflenduvæðingu (d. dekoloniali -
sering) í því hvernig þessi barátta fer fram á meðal kúgaðra hópa um
allan heim. Aka tengir saman tvær af fyrrgreindum orðræðum þar
sem hún notar gagnrýnu orðræðuna um aflenduvæðingu sem leið
til að afbyggja orðræðuna sem staðsetur Egede og kristni sem eðli-
legan og jákvæðan þátt í grænlensku samfélagi. Hún bendir einnig
á Ísland sem fyrirmynd þar sem hún telur að Íslendingar hafi end-
urvakið trúarkerfi sitt frá forkristnum tíma í kjölfar aðskilnaðar frá
Danmörku: „Í því sambandi finnst mér spennandi að eitt af því
fyrsta sem Íslendingar gerðu þegar þeir urðu sjálfstæðir var að taka
upp gömlu ásatrúna sína aftur. Það hefur gert það að verkum að
fólki finnst það ekki vera á skjön, og það hefur styrkt samfélagið.
Kannski gæti það haft sömu áhrif ef Grænlendingar myndu tengjast
gömlum rótum sínum.“15 Þetta er ágætt dæmi um það hvernig
söguskoðun í almannarými 45
13 Vef. Kirsten Thisted, „Der er en tupilak i rummet,“ baggrund.com, 19. febrúar
2017, Baggrund, sótt 14. september 2021.
14 Vef. Nukappiaaluk Hansen, „Kunstner hylder vandalisering af statue,“ ser-
mitsiaq.ag, 22. júní 2020, Sermitsiaq, sótt 14. september 2021.
15 Vef. Ida Falbe Hansen, „Missionærens mærkedag puster nyt liv i kolonidebat,“
religion.dk, 17. mars 2021, sótt 14. september 2021. „I den forbindelse synes jeg,
det er spændende, at noget af det første Island gjorde, da de blev selvstændige,