Saga - 2021, Side 100
Sam vinna embættismanna og húsbænda var álitin nauðsynleg til að
viðhalda reglu og ró í samfélaginu en hafði líka það hlutverk að
halda undirsátum í skefjum. Framkvæmd þessa var viðráðanleg
meðan Ísland var nær algjört sveitasamfélag en varð sífellt erfiðari
eftir því sem nær dró lokum nítjándu aldar.7 Fram á síðasta fjórðung
aldarinnar voru Íslendingar af næsta einsleitum uppruna, tilheyrðu
lútersku þjóðkirkjunni og langflestir bjuggu í dreifbýli.
Heimilin voru áhrifamikill vettvangur félagsmótunar, menningar
og þekkingaröflunar í íslensku samfélagi nítjándu aldar, einkum áður
en þátttaka í almannarýminu varð útbreidd og hætti að vera ein -
göngu eða nær eingöngu á færi húsbænda.8 Sú kynslóð Íslend inga
sem var að komast á fullorðinsár um aldamótin ólst upp við aðrar
aðstæður en eldri kynslóðir og aðgreindi sig á margan hátt frá þeim.
Það leiddi til togstreitu um hvaða samfélagssýn ætti að vera ríkjandi.
Eftir því sem nær dró aldamótum stóðu almenningi til boða fjöl-
breyttari möguleikar til fræðslu og atvinnu en áður var. Af þessum
sökum var yngra fólk á þessum tíma síður líklegt en hinir eldri til að
sætta sig við þær aðstæður sem því buðust heldur krefj ast úrbóta og
breytinga. Áhrif kristindóms á fræðslu og menningu heimilanna voru
þá á undanhaldi og veraldlegri hugsun að koma í staðinn.9 Um alda-
hrafnkell lárusson98
7 Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Vilhelm Vilhelmsson,
„Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands.“ Doktorsritgerð
í sagnfræði við Háskóla Íslands 2015, 73, 86. Sjá einnig: Vilhelm Vilhelmsson,
Sjálfstætt fólk: vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld (Reykjavík: Sögufélag, 2017).
8 Um áhrif heimilismenningar á félagsmótun og þekkingaröflun sjá einkum: Gísli
Ágúst Gunnlaugsson, Family and Household in Iceland 1801–1930: Studies in the
relationship between demographic and socio-economic development, social legislation
and family and household structures (Uppsala: Uppsala Universitet, 1988); Gísli
Ágúst Gunnlaugsson, „Bændasamfélagið: Félagsleg og efnahagsleg einkenni,“
í Saga og samfélag: Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar, ritstj. Guðmundur Hálf -
danarson, Loftur Guttormsson og Ólöf Garðarsdóttir, (Reykjavík: Sagn fræði -
stofnun Háskóla Íslands og Sögufélag, 1997), 147–152; Sigurður Gylfi Magnús -
son, Menntun, ást og sorg: Einsögurannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20.
aldar, Sagnfræðirannsóknir – Studia Historica 13 (Reykjavík: Sagnfræði stofnun
Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 1997); Sigurður Gylfi Magnússon, Waste -
land with Words: A Social History of Iceland (London: Reaktion Books, 2010).
9 Um vaxandi veraldarhyggju (e. secularism) í íslensku samfélagi undir lok nítj-
ándu aldar og samfélagsleg áhrif hennar sjá einkum: Jónas Jónasson (frá Hrafna-
gili), Íslenzkir þjóðhættir, fjórða útgáfa (Reykjavík: Bókaútgáfan Opna, 2010);
Pétur Pétursson, Church and Social Change; Þórunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis,
lýðvalds og jafnaðar,“ 11–195.