Saga - 2021, Qupperneq 128
eftir er algengt að hann skrifi um 200–350 síður hvert ár. Árið 1918
byrjar Hannes að líma úrklippur úr dagblöðum í bókina og því
heldur hann áfram af og til. Þá má einnig finna plöntur í dagbókun-
um síðustu árin. Segja má að garðyrkja og veðurfar sé eins og rauður
þráður í dagbókum Hannesar allt fram að síðustu færslu 26. apríl
1931 – tæpum mánuði áður en hann deyr.
Hannes Thorsteinson, maður lítillar tilbreytni
Hannes Thorsteinson3 fæddist í Reykjavík 2. október 1863, nánar til-
tekið í húsi foreldra sinna við Austurstræti 20 sem átti eftir að vera
heimili hans til æviloka að frátöldum nokkrum námsárum í Kaup -
mannahöfn á níunda áratug nítjándu aldar. Mun hann víst „aldrei á
æfi sinni dvalið eina nótt undir öðru þaki“ í Reykjavík og leit „til
hinstu stundar á þetta æskuheimili sitt sem helgidóm, er minst mætti
hagga við“.4 Eftir lát Hannesar var veitingastaðurinn Hress ingar -
skálinn, eða Hressó, fljótlega opnaður í húsinu og hefur það mest
verið notað undir veitingarekstur allar götur síðan. Foreldrar Hann -
esar, Árni Bjarnason Thorsteinson landfógeti og Sophia Christiane
Hannesdóttir Thorsteinson, voru systkinabörn en sameiginleg amma
þeirra, og því langamma Hannesar í báðar ættir, var Valgerður Jóns -
dóttir biskupsfrú. Stofn handritasafns Landsbókasafns er einmitt
rakinn til hennar og þeirra tæplega 400 handrita sem hún seldi safn-
inu árið 1846. Hannes var elstur fimm barna Árna og Sophiu, heim-
ilið var gestkvæmt og þar ríkti mikill menningar- og menntabragur.5
Hannes lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1882 og laga -
prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1892. Að prófi loknu vann hann
hjá föður sínum sem málflutningsmaður við landsyfirréttinn en hóf
störf hjá Íslandsbanka þegar hann var stofnaður 1904, fyrst sem
almennur starfsmaður, seinna sem lögfræðilegur ráðunautur og
síðast var hann bankastjóri á árunum 1920–1923. Eftir það gegndi
hann engu föstu starfi. Frá árinu 1906 var Íslandsbanki starfræktur
að Austurstræti 19 þar sem nú er Héraðsdómur Reykjavíkur, ská -
halldóra kristinsdóttir126
3 Eftirnafn Hannesar er ýmist ritað með einu eða tveimur s-um, Thorsteinson eða
Thorsteinsson. Hér er farið eftir rithætti Hannesar sjálfs, sem jafnan ritaði
Thorsteinson.
4 Dr. J. H., „Hannes Thorsteinson fyrv. bankastjóri,“ Morgunblaðið 24. maí 1931, 3.
5 Um landfógetaheimilið, sjá Ingólf Kristjánsson, Harpa minninganna. Árni Thor -
steinson, minningar (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1955).