Saga - 2021, Side 104
Doxa er samstæða grundvallarskoðana og -trúar á hvernig sam-
félagið eigi að vera; hvað sé samþykkt og viðurkennd hegðun og
framkoma. Hugtakið vísar til sjálfgefinna félagslegra venja og sam-
skiptahátta — veruleika sem ekki verður dreginn í efa:
Þessa reynslu nefnum við doxa til aðgreiningar frá rétttrúnaði eða villu -
trú, sem merkir að hafa vitund um og viðurkenna möguleika þess að
kanna aðra eða andstæða trú á samfélagsgerð. Kerfi hugsunar og skiln-
ings geta alið af sér hlutlægni og efasemdir en þær myndast þó aðeins
þegar mörk vitneskju eru ekki lengur viðurkennd. Ef ekki myndast
slíkir möguleikar, innan hátta ríkjandi doxa, skapast fylgni milli upp-
lifunar af veruleika hefða og reynslu og hinn „náttúrulegi heimur“
verður sjálfgefinn.19
Doxa felur í sér „sameiginlega“ sýn meðlima samfélags á samfélags-
gerðina og myndar grundvöll þeirra sviða (e. fields) sem skapast inn-
an samfélagsins. Í þessari sýn felst einnig viðurkenning á táknrænu
auðmagni (e. symbolic capital) í samfélaginu og að það ráði félags -
legri stöðu einstaklinga innan þess. Reglur samfélagsins myndast út
frá doxa þess og byggja á hollustu og hlýðni við viðurkennd gildi.
Þær styðjast við þekkingu byggða á reynslu viðkomandi samfélags
og trú á réttmæti hennar en hún getur á stundum gengið í berhögg
við utanaðkomandi þekkingu.20 Samfélög bæði í nútíð og fortíð
byggja á einhvers konar doxa en munurinn liggur ekki aðeins í þeim
viðmiðum sem höfð eru í heiðri á hverjum tíma heldur líka í því
hversu fast þessum viðmiðum er haldið að fólki og hversu mikil
áhrif þau hafa á samfélagsgerðina og atferli fólks. Doxa nýtist við að
lýsa aðgerðum og virkni hefðbundinna félagslegra stofnana, eink -
hrafnkell lárusson102
19 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, Cambridge Studies in Social
Anthropology 16 (Cambridge: Cambridge University Press, 1977), 164. „This
experience we shall call doxa, so as to distinguish it from an orthodox or hetero-
dox belief implying awareness and recognition of the possibility of different or
antagonistic beliefs. Schemes of thought and perception can produce the
objectivity that they do produce only by producing misrecognition of the limits
of the cognition that they make possible, thereby founding immediate adher-
ence, in the doxic mode, to the world of tradition experienced as a “natural
world” and taken for granted.“
20 Pierre Bourdieu, Pascalian Meditations (Stanford: Stanford University Press,
1997), 16; Cécile Deer, „Doxa,“ í Pierre Bourdieu: Key Concepts, 2. útgáfa, ritstj.
Michael Grenfell (London og New york: Routledge, 2012), 114–125, hér 125.