Saga - 2021, Side 71
svo mikil, að þó að hin nýju og hraðskreiðu hvalveiðaskip leituðu nær
og fjær umhverfis landið, fyrirfundu þau ekki hval svo vikum skipti.
Þá hættu hvalveiðarnar hér að svara kostnaði. yfirgáfu hvalveiðamenn-
irnir þá íslenzku miðin, og leituðu á aðrar slóðir til að veiða hvali.
Sumir voru þá hræddir um, að hvalnum yrði gjöreytt eins og Geirfugl -
inum.31
Íslendingar mótmæltu hvalveiðum erlendra manna við landið árið
1883 með þeim árangri að ný hvalfriðunarlög tóku gildi frá og með
1886. Samkvæmt lögunum voru hvalveiðar bannaðar hvarvetna í
landhelgi frá vori til hausts en þó var leyfilegt að reka hvali á land
og drepa með „handskutlum eða legjárnum, en eigi með skotum“.32
Smári Geirsson hefur bent á að lögunum var augljóslega „að öllu
leyti beint gegn veiðum Norðmanna en þeim var ekki ætlað að hafa
nein áhrif á hefðbundnar veiðar Íslendinga“.33 Skiptar skoðanir
voru um bann á hvalveiðum meðal Íslendinga. Þeir sem höfðu at -
vinnu af hvalveiðunum voru þeim hlynntir og einnig kom fram það
sjónarmið að Íslendingar þyrftu að sýna forsjálni og geyma auðlind -
ina fyrir eigin nýtingu. Þeir sem voru andvígir veiðunum höfðu í
frammi rök á borð við sóðaskap við vinnslustöðvar. Þá eru dæmi
um að mönnum hafi þótt hvalveiðar grimmúðlegar.34
Íslendingar gengu skrefi lengra árið 1913 en þá voru samþykkt
lög sem bönnuðu allar stórhvalaveiðar og hvalstöðvar hér á landi.
Gildistaka laganna árið 1915 þýddi að norska hvalveiðitímabilið
1883–1915 leið undir lok.35 Mikilvægt er þó að hafa í huga að lög -
saga Íslendinga úti fyrir landinu var mjög lítil á þessum árum.36
japanska tímabilið í hvalveiðum … 69
31 Magnús Gíslason, Á hvalveiðastöðvum (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1949),
35–36.
32 Smári Geirsson, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, 515. Ítarlega umfjöllun má
finna um umræður Íslendinga um hvalveiðar og fyrstu hvalfriðunarlögin hjá
Smára, 508–529. Sjá einnig: Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939,
kafli 5–6.
33 Smári Geirsson, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, 516.
34 Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600–1939, 132.
35 Smári Geirsson, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, 522–528.
36 Viðamikla umfjöllun um þróun landhelginnar má finna í Sögu sjávarútvegs á
Íslandi eftir Jón Þ. Þór en þar kemur m.a. fram að Danir hafi tekið sér fjögurra
sjómílna landhelgi með konungsúrskurði árið 1812 og að Danir og Englend -
ingar hafi síðan gert samkomulag um þriggja mílna landhelgi við Ísland árið
1901. Þetta samkomulag féll ekki úr gildi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld
þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína í fjórar mílur árið 1952. Sjá