Saga - 2021, Side 230
þar 1876–1877 (93)? Hvers vegna er hvergi minnst á vínartertu í bréfum,
dagbókum eða blaðaskrifum vesturfaranna fyrr en með auglýsingu árið
1903? Er engin uppskrift til af vínartertunni frá tímum vesturferðanna?
Nokkuð leiðigjarnt er að sjá annað slagið í meginmáli talið upp að fjöl-
margar heimildir, „Letters, memoirs, and store accounts“, bregði birtu á
ýmsa þætti í sögu, efnis- og hversdagsmenningu meðal íslensku vesturfar-
anna þegar vísanir í sömu heimildir eru af skornum skammti (39, 143).
Einnig vekur athygli að ekki er nýtt ágætt safn munnlegra heimilda í fyrsta
bindi ritraðarinnar Að vestan sem Árni Bjarnarson tók saman og kom út árið
1983 en þar eru fjölmargar sagnir um drauma og reimleika sem upphaflega
birtust í tveimur tímaritum sem gefin voru út í Winnipeg, þ.e. Syrpu 1911–
1922 og misserisritinu Sögu 1925–1931. Að auki virðast þekktar og útgefnar
frumheimildir á borð við Bréf Vestur-Íslendinga, sem komu út á árunum
2001–2002, lítið nýttar í kafla um kaffidrykkju og matarmenningu. Íslenskir
vesturfarar skrifuðu gjarnan um neysluvenjur sínar í sendibréfunum (sjá til
dæmis Bréf Vestur-Íslendinga I, ix, 374, 390 og 639; Bréf Vestur-Íslendinga II, 47,
60, 74, 77 og 208), bæði á kaffi og te en í The Viking Immigrants er ýjað að því
að þeir hafi alfarið hafnað tedrykkju (74).
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru gagnmerkar og fróðlegar. Bertram
kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að íslenskir vesturfarar, sérstaklega
konur, hafi hætt að klæðast íslenskum fatnaði fljótlega eftir að stigið var af
skipsfjöl í nýja heiminum til að aðlagast fyrr enskumælandi heimi Norður-
Ameríku en einnig hafi þeir tekið upp að klæðast fötum frumbyggja, ekki
síst til að verjast nístingskulda á sléttunum. Aftur á móti hafi hversdags-
menning eða ýmislegt í einkarýminu, s.s. kaffidrykkja, frásögur um drauga
og fylgjur og fleira, síður breyst í samfélagi íslenskra innflytjenda. Sama
gildi um afrakstur bakstursins í eldhúsi ömmunnar, nefnilega vínartertuna,
þó ekki ríki endilega sátt um endanlegt útlit hennar. Einnig eru dregin fram
fjölmörg forvitnileg atriði er varða kvenna- og kynjasögu svo sem tilraun til
karllægs inngrips í hártísku fjallkonunnar í Winnipeg árið 1924 (118–121).
Þá er víkingahugmyndum gerð ákaflega góð skil í fjórða kafla bókarinnar
og greining og úrvinnsla á efninu er sett í áhugavert samhengi við sögu
Íslands og sögu Norður-Ameríku, einkum Kanada.
Ritstjórn og frágangur er almennt til fyrirmyndar (ritdómari rakst aðeins
á eina ásláttarvillu í enskum texta) en beiting íslenskra hugtaka á borð við
bakkus, kaffipoka og fleiri er á töluverðu reiki sem og frágangur á öðrum texta
á íslensku. Kommur eru yfir hinum og þessum sérhljóðum þar sem þær
ættu ekki að vera (eða þá að þær vantar) bæði í titlum heimilda og í nöfnum
höfunda þeirra. Þá er eitthvað um að stafnum „ð“ sé breytt í „th“ í titlum
heimilda og „þ“ verður að minnsta kosti á einum stað að „p“, sbr. þriðji og
priðji (185, n39). Atriði af þessu tagi birtast jafnt í meginmáli sem og í aftan-
málsgreinum og heimildaskrá. Þá er skortur á vísunum í heimildir þar sem
þær ættu hiklaust að vera (sjá t.d. 3, 17–18, 37, 66, 109, 116 og 143). Eins og
ritdómar228