Saga - 2021, Side 92
Íslendingar gætu orðið tilneyddir að endurskoða aðild sína að
Atlantshafsbandalaginu (NATO) ef Bandaríkin gripu til refsiaðgerða
vegna vísindaveiðanna.108 Íslendingar nýttu sér skoðanakannanir
sem sýndu minnkandi stuðning við veru Bandaríkjahers í Keflavík
til að þrýsta á Bandaríkjamenn og gáfu einnig til kynna að Íslend -
ingar gætu séð sig knúna til að segja sig úr Alþjóða hvalveiði ráð -
inu.109 Segja má að íslenskir ráðamenn hafi nýtt öll tromp sem þeir
höfðu á hendi í gegnum varnarsamstarfið við Bandaríkjamenn til að
reyna að tryggja að hægt yrði að framfylgja vísindahvalveiðunum
og útflutningurinn til Japans héldi áfram án þess að Bandaríkin
beittu refsiaðgerðum gagnvart Íslendingum eða Japönum. Þetta var
ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar beittu slíkum þrýstingi til að ná
sínu fram í samskiptum við Bandaríkjamenn. Eins og Valur Ingi -
mundar son hefur sýnt fram á nýttu Íslendingar sér til dæmis varnar -
sáttmálann til að ná fram samningum um hagstæð lán frá Banda -
ríkja mönnum á sjötta áratugnum og til að þrýsta á þá um stuðning
í landhelgisdeilunni við Breta snemma á áttunda áratugnum.110
Annað útspil Íslendinga í hvalveiðimálinu var að hleypa af
stokkunum ráðstefnuröð um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra
og átti sjávarútvegsráðuneytið frumkvæðið. Fyrsta ráðstefnan var
haldin í Reykjavík í janúar 1988 og tóku fulltrúar Færeyja, Íslands,
Japans, Kanada, Noregs og Sovétríkjanna þátt í ráðstefnunni auk
þess sem Grænland átti áheyrnarfulltrúa. Samkvæmt upplýsingum
frá utanríkisráðuneytinu átti að ræða „fyrirkomulag á stjórnun veiða
sjávarspendýra, aðrar hugsanlegar samstarfsleiðir, vísindarannsóknir
á sviði sjávarspendýra og kynningarstarfsemi á alþjóða vett vangi“.111
Ráðstefnan reyndist fyrsta skrefið í átt að stofnun Norður-Atlants hafs -
spendýraráðsins sem komið var á fót árið 1992 vegna þeirrar skoð -
unar aðildarríkjanna að Alþjóðahvalveiðiráðið hefði reynst vanhæft
um að tryggja sjálfbæra nýtingu stórhvela líkt og alþjóðahvalveiði -
kristín ingvarsdóttir90
108 Jóhann Viðar Ívarsson, Science, Sanctions and Cetaceans, 30–32 og 52.
109 Sama heimild, 64 og 46–47.
110 Valur Ingimundarson. Uppgjör við umheiminn: Samskipti Íslands, Bandaríkjanna
og NATO 1960–1974: Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan
(Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1996), 234–242; Valur Ingimundarson. Í eldlínu
kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1945–1960 (Reykjavík: Vaka-
Helgafell, 1996), 293–304.
111 „Ráðstefna um sjávarspendýr hefst á morgun,“ Morgunblaðið, 20. janúar 1988,
2.