Saga - 2021, Side 201
Sumarliði R. Ísleifsson, Í FJARSKA NORÐURSINS. ÍSLAND OG GRÆN -
LAND: VIÐHORFASAGA Í ÞÚSUND ÁR. Sögufélag. Reykjavík 2020.
381 bls. Myndir, heimildaskrá, myndaskrá, nafna- og atriðisorðaskrá.
Sumarliði R. Ísleifsson hefur lengi fengist við þau viðfangsefni sem fjallað
er um í því riti sem hér er til umfjöllunar. Árið 1996 kom út bók hans, Ísland,
framandi land, þar sem ferðalýsingar frá Íslandi voru til umfjöllunar og árið
2015 bókin Tvær eyjar á jaðrinum. Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum
til miðrar 19. aldar sem að stofni til er doktorsritgerð Sumarliða. Höfundur Í
fjarska norðursins hefur því áður farið huga og höndum um talsverðan hluta
þess efnis sem þar er til meðhöndlunar en hið nýja rit er þó ekki endursögn
eða endurgerð hinna fyrri og í því er talsvert efni sem ekki var í fyrri ritum.
Viðfangsefni Sumarliða, viðhorf erlendra höfunda til Íslands og Græn -
lands og þjóðanna sem byggja þessi lönd, hefur orðið umfjöllunarefni ým issa
íslenskra höfunda fyrr og síðar en enginn hefur á undan honum haft áræðni
og úthald til að kanna og rekja sögu viðfangsefnisins á svo löngu tímabili. Í
fjarska norðursins spannar tíu aldir, þúsöld, og langtum flest rit sem taka yfir
svo langt tímaskeið eru yfirlitsrit sem byggð eru á fjölda rannsókna. Fræði -
maður sem leggur það fyrir sig að gera tíu alda sögu skil í frumrannsókn,
greina fjölþætta sögulega ferla og henda reiður á hugmyndastraumum margra
ólíkra tímaskeiða hefur sannarlega skammtað sér ærið viðfangsefni.
Í inngangi getur höfundur þess að bollaleggingar um það hvernig sjálfs-
mynd Íslendinga varð til hafi leitt hann inn á vettvang viðhorfasögunnar
sem hann hefur svo lengi ræktað, ekki síst áhrif utanaðkomandi hugmynda
um Ísland og Íslendinga og samanburður Íslendinga á eigin samfélagi við
önnur, einkum samfélög Norðurlanda. Eftir að hafa rekið augun í þetta kom
það undirrituðum nokkuð á óvart hversu lítinn gaum Sumarliði gefur í raun
að áhrifum þeirra lýsinga sem hann rannsakaði á hugarheim Íslendinga og
hvað Grænlendinga varðar er ekki snert á viðfangsefninu. Það eru fyrst og
fremst frásagnir hinna erlendu höfunda sem fá athygli og fræðilegur styrkur
umfjöllunarinnar liggur ótvírætt í greiningu heimildanna sem valdar voru
til úrvinnslu.
Staðalímyndir eru grunnhugtak í umfjöllun Sumarliða og á hann þar við
rótgrónar hugmyndir sem beitt er síendurtekið og sjálfkrafa og eru taldar
„einkennandi fyrir tiltekinn hóp, fjölskyldu, þjóð eða einhvern annan hóp“
(15). Er vitnað til hins víðförla norsk-danska fræðimanns og rithöfundar
Ludvigs Holberg (1684–1754) um þau áhrif staðalímynda að gera hið ókunna
framandlegt, óviðeigandi og jafnvel skoplegt eða háskalegt eftir atvikum.
Staðalímyndir sem steypa alla í sama mót eru yfirleitt ærið heimskulegar og
Holberg nýtti sér þær óspart þannig í háðsádeiluverkum sínum. Ímyndir af
R I T D Ó M A R