Saga - 2021, Side 218
ildir sem höfundur byggir á, ekki síst dagbækur, svo fáorðar um faraldur -
inn. En greinin er fjörlega skrifuð og höfundur segist vera „fjallkátur með
allar þær framfarir sem orðið hafa á liðinni öld og harla feginn að vera laus
við að glíma við hversdaginn fyrir rúmum 100 árum“ (35).
Meiri fengur er að hinni grein Jóns í bókinni, „Hólmavík í mótun“. Þar
gerir hann grein fyrir nær öllum húsum á staðnum og byggir á fasteigna -
mati sem gert var á þessum árum. Samkvæmt manntali í árslok 1918 bjuggu
í Hólmavík 65 manns og er allt fólkið nafngreint og tekið fram hvar það bjó.
Allt er þetta afar áhugavert og gaman að fá svona nákvæma nærmynd af
kauptúninu.
Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarfræðingur skrifar grein sem ber yfir-
skriftina „Búskapur og náttúra á Ströndum 1918“. Jarðir í sýslunni voru þá
142 og hér er að finna gott yfirlit um búskaparhætti, hlunnindi og fleira.
Fróðlegt er að lesa umfjöllun Hafdísar með hliðsjón af skrifum Sigurðar
ráðunautar, sem áður er fjallað um, en Hafdís sækir töluvert í þau. „Veður
og vesen“ nefnir Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur grein þar sem hann
beinir sjónum sínum einkum að kuldanum í janúar 1918. Eiríkur leitar víða
fanga, í ýmsum frásögnum fólks og dagbókum, og er það vel. En aftur
vaknar sú spurning hvort ekki sé dregin upp of „köld“ mynd af árinu 1918,
hvort „janúarkuldinn mikli“ liti ekki fullmikið umfjöllunina um árið í heild.
Síðast en ekki síst er að finna í bókinni umfjöllun ritstjórans, Dagrúnar
Óskar Jónsdóttur, um líf og leiki barna. Þetta er verðugt viðfangsefni og greinin
er fagmannlega unnin. Dagrún segir brýnt „að einblína ekki eingöngu á
stórviðburði, heldur huga einnig að fagurfræði hversdagsins“ (71). Hún byggir
rannsókn sína að verulegu leyti á svörum við spurningaskrám þjóðháttasafns
Þjóðminjasafns Íslands. Svörin eru frá fólki sem fæddist á árabilinu 1887–1924
og ólst upp á Ströndum. Ekki kemur á óvart að „bú skaparleikir“ hafi verið vin-
sælir meðal barna en Dagrún dregur líka skýrt fram hvað langflest börn voru
ung þegar þau byrjuðu að vinna. En erfitt getur verið að fá skýra mynd af leikj-
um barna á tilteknu tímabili, fáum árum, eins og hér er lagt upp með.
Stundum er rásað fram og aftur í tíma. Á blaðsíðu 76 er til að mynda vitnað í
frásagnir tveggja manna og var annar þeirra fæddur 1899, hinn 1923. Ýmislegt
breyttist á þessum tæplega aldarfjórðungi, líka á Ströndum.
Strandir 1918 er vel unnin og vönduð bók. Hún er ekki strangfræðilegt
þungavigtarrit ef svo má að orði komast en gefur góða innsýn í líf fólks á
Ströndum fyrir einni öld. Hlýja og virðing fyrir viðfangsefninu skína í gegn-
um skrif höfunda fræðigreinanna. Það er mikils virði. Bókin er létt og með -
færileg, alveg hæfilega löng og þægileg aflestrar.
Sigurður Sigurðsson ráðunautur lýkur lýsingu sinni á Strandasýslu fyrir
rúmum hundrað árum með þessum orðum: „Læt ég svo staðar numið, og
óska Strandamönnum góðs gengis.“ Undirritaður finnur ekki betri orð til að
slá botninn í ritdóm um þessa vel heppnuðu og skemmtilegu bók.
Gunnar Þór Bjarnason
ritdómar216