Saga - 2021, Qupperneq 108
almenn ings.29 Heildarhyggja var ráðandi hugsunarháttur íslenska
dyggðasamfélagsins og birtist oft í því að líkja samfélaginu við líkama
sem allir landsmenn voru hluti af. Líf fólks átti að fylgja sam félags -
lega viðurkenndum farvegi og einkennast af lærðum dyggð um og
föstum venjum. Þeim lægst settu í samfélaginu var ætlað að sýna
hlýðni og nægjusemi og bíða þess þolinmóð að röðin kæmi að þeim
að hefjast upp í bændastétt.
Dyggðasamfélagið var forveri íslenska nútímasamfélagsins sem
var að byrja að mótast um og upp úr aldamótunum 1900. Dyggða -
samfélagið byggði á siðrænni ögun sem er samfélagslegur þrýst -
ingur í átt til ákveðinnar hegðunar. Vilhelm Vilhelmsson segir mark -
mið siðrænnar ögunar í íslensku samfélagi á nítjándu öld í megin -
atrið um hafa verið tvíþætt: „Annars vegar að skipuleggja nýtingu
vinnuafls svo að flestir landsmenn ynnu í þágu heildarinnar (og þar
með ríkisins) og hins vegar að efla og styrkja iðkun kristinnar trúar
líkt og hún var skilgreind af valdhöfum hverju sinni.“30 Báðar þessar
áherslur miðuðu að því að koma á og viðhalda aga, reglu og virð -
ingu fyrir ríkjandi valdakerfi og stigveldisskipan samfélagsins. Í
doktorsritgerð sinni færir Vilhelm þó rök fyrir því að „undirsátar hafi
ekki eingöngu verið viðfangsefni eða móttakendur taumhalds og
ögunar“.31 Þeir brugðust á stundum við ögunarmeðulum og vald-
beitingu yfirvalda og sumir þeirra kusu að lifa lífinu „eftir eigin
höfði“, í andstöðu við viðurkennd samfélagsgildi:
Á hverjum tíma eru tiltekin form tilvistar einfaldlega andstæðar hug-
myndum annarra um hið góða eða rétta líf, fólks sem gerir sér það að
hlutverki sínu að aga ‚hina óstýrilátu‘ með einhverjum hætti. And -
spænis siðrænni ögun af því tagi verða þessi umdeildu form tilvistar
að eins konar tilvistarlegu andófi þar sem litið er á þau sem ögrun sem
samfélagið þarf á einhvern hátt að kljást við. Í því ferli hefur þetta til-
vistarlega andóf margvísleg áhrif á valdaafstæður jafnvel þó að það
hafi aldrei verið markmiðið með hegðuninni sem slíkri.32
hrafnkell lárusson106
29 Þórunn Valdimarsdóttir, „Öld frelsis, lýðvalds og jafnaðar,“ 108–111; Hjalti Huga-
son, „Kristnir trúarhættir,“ í Íslensk þjóðmenning V: Trúarhættir, ritstj. Frosti F.
Jóhannsson (Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1988), 75–339, hér 306–307;
Sigurður Gylfi Magnússon, „Siðferðilegar fyrirmyndir á 19. öld,“ Ný saga 7 (1995):
57–71, hér 62–64, 66–69; Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur: Minni, minningar
og saga, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 11 (Reykjavík: Háskóla útgáfan,
2005), 96; Lbs. – Hbs. Vilhelm Vilhelmsson, „Sjálfstætt fólk?,“ 30, 67, 86.
30 Lbs. – Hbs. Vilhelm Vilhelmsson, „Sjálfstætt fólk?,“ 67.
31 Sama heimild, iv.
32 Sama heimild, 30.