Saga - 2021, Page 132
Það er dimt og draugalegt, að horfa nú út á götuna hjer í Austurstræti.
… Það er nú ekki neitt ljós að sjá í Austurstræti, nema ljós í glugga og
glugga á stangli, sem ekki ber neina birtu út á götuna, koldimma.
Fótatak á götunni heyrist ekki nema endrum og sinnum. Hún er sem
væri hún útdauð. Í lyfjabúðinni er troðfult frá morgni til kvölds. Margir
af starfmönnum þar eru orðnir veikir. Jeg gekk þar fram hjá í eptir -
miðdag eptir að búið var að kveykja. Voru engin tjöld fyrir glugganum
og stóð jeg stutta stund og horfði þar inn. Fólkið stóð svo þjett saman,
sem hægt var fyrir utan búðarborðið, alveg grafkyrt og mændi inn fyrir
búðarborðið með örvæntingarsvip og kom aðeins ofurlítil hreyfing í
hópinn á milli, þegar einhver, sem hafði fengið afgreiðslu var að smeygja
sjer út úr hópnum. En fyrir innan búðarborðið var lyfsalinn á þönum
og aðstoðarmenn hans.15
Svona heldur Hannes áfram að lýsa bæjarlífinu í spænsku veikinni
og segir hann að Reykjavík sé sem „útdauður bær“.16 Sjálfur veikist
Hannes ekki en bæði ættingjar hans og samstarfsmenn veikjast og
hafa veikindi þeirra áhrif á líf hans. Til dæmis verður mikil mann -
ekla í bankanum og Hannes þarf að ganga í störf annarra þegar
verst lætur. Svo fara að berast orðrómar af andláti fólks, sem sumir
reynast ekki á rökum reistir. Staðfestar fregnir af andlátum verða þó
sífellt fleiri og Hannes fjallar um látna vini, kunningja og góð borg -
ara. Segja má að dagbókarfærslurnar síðustu tvo mánuði ársins ein-
kennist af umfjöllun um spænsku veikina þó að vissulega skrifi
Hannes um annað og fleira. Í gegnum dagbókina má fá mynd af því
hvernig bærinn leggst í hálfgerðan dvala frá því í byrjun nóvember
en smám saman færist líf aftur yfir göturnar.17
„Aðrir geta hvorki haft gagn nje gaman af, að lesa það“
Oft má velta fyrir sér tilgangi þess að halda dagbók, hvort skrifin
séu einungis ætluð höfundi sjálfum eða öðrum, hvort höfundur hafi
hugsað sér að farga bókunum eða reiknað með að þær yrðu varð -
veittar eftir hans dag. Var eini tilgangurinn að halda til haga stað -
reyndum höfundi til minnis eða voru skrifin leið hans til að tjá til-
halldóra kristinsdóttir130
15 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 6. nóvember 1918.
16 Lbs. Lbs. 365 NF. Hannes Thorsteinson, dagbók 7. nóvember 1918.
17 Sjá frekari umfjöllun um þann hluta dagbókar Hannesar sem fjallar um
spænsku veikina í: Gunnar Þór Bjarnason, Spænska veikin (Reykjavík: Mál og
menning, 2020), 95–110.