Saga - 2021, Side 181
Jóns voru ekki ólík viðhorfum líberalista á meginlandi álfunnar á hans ævi -
skeiði. Í því fólst meðal annars viðleitni til að leita margra leiða við að búa
til sjálfstæða og dyggðum prýdda karlmenn (karlstaklinga), til dæmis gegn-
um skólakerfið, frjálsa verslun, myndun þéttbýlis og með frjálsum félaga-
samtökum.2 Þessi síðastnefndi vettvangur er sérlega mikilvægur þróuninni
í átt til lýðræðis eins og vel kemur fram í ritgerðinni.
Í sögu Vesturlanda er nítjánda öldin, eins og við vitum, stundum kölluð
öld hinna frjálsu félagasamtaka vegna þess hve þýðingarmiklu hlutverki
þau gegndu. En Ísland var eftirbátur nágrannalandanna í þessum efnum
vegna þess að hér hófst þróun slíkra samtaka töluvert síðar en þar eins og
ýmsir fræðimenn hafa minnt okkur á.3 Hin aukna virkni almennings, sem
víða er rætt um í ritgerðinni, er mikilvægur þáttur í nútímavæðingu (eða
nývæðingu) samfélagsins en hugtakið nútímavæðing kemur reyndar sjaldn-
ar fyrir en búast hefði mátt við í ritgerð af þessu tagi.
Fræðafólk er ekki sammála um það hvenær nútímavæðing Íslands hafi
byrjað. Höfundur tekur á vissan hátt afstöðu í því máli og staðsetur upphaf
hennar við byrjun tuttugustu aldar og segir að „megineinkenni hennar“ séu
„vélvæðing í sjávarútvegi og vöxtur þéttbýlis“ (127). Vöxtur þéttbýlis vítt
og breitt um landið, einnig á Austurlandi eins og rakið er í ritgerðinni, hófst
reyndar á nítjándu öld. Það hefði mátt ræða aðeins nánar um þetta atriði,
einkum í ljósi þess að ritgerðin fjallar um þætti sem eru miðlægir í nútíma -
væðingunni, tilurð almannarýmis, fjölmiðla, félagasamtaka og virkra borg-
ara svo fátt eitt sé nefnt. Færa má rök fyrir því að doktorsritgerðin sé einmitt
mikilvægt framlag til rannsókna á austfirskri og um leið íslenskri nútíma -
væðingu.
íris ellenberger
Í doktorsritgerðinni Lýðræði í mótun fjallar doktorsefnið, Hrafnkell Freyr
Lárusson, um lýðræðisþróun á Íslandi með áherslu á framlag almennings
og möguleika hans til að hafa áhrif á yfirvofandi breytingar. Verkefni Hrafn -
kels er því ærið og margslungið en honum tekst þó vel að gera því skil með
því að skoða lýðræðisvæðingu í gegnum ólíkar linsur ef svo má segja.
andmæli 179
2 Páll Björnsson, „Að búa til íslenska karlmenn. Kynjaímyndir Jóns forseta,“
Íslenska söguþingið 30. maí–1. júní 2002, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir og
Guðmundur J. Guðmundsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands,
Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag, 2002), 43–53.
3 Sjá t.d.: Hrefna Róbertsdóttir, Reykjavíkurfélög. Félagshreyfing og menntastarf á
ofanverðri 19. öld, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 26 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 1990).