Saga - 2021, Side 63
Hvalveiðar Japana hafa lengi verið undir smásjánni og mikið
hefur verið fjallað um þær bæði í fjölmiðlum og í fræðiritum. Á
undan förnum áratugum hafa rök Japana fyrir áframhaldandi hval-
veiðum fyrst og fremst beinst að menningarlegum þáttum, meðal
annars matarhefðum og hvalveiðimenningu. Rannsóknir á sviði
mann- og þjóðfræði sem lúta að þessum þáttum hafa því verið áber-
andi.6 Jun Morikawa er einn þeirra fræðimanna sem hafa skrifað um
hvalveiðar Japana út frá stjórnmálum og alþjóðasamskiptum og því
eru skrif hans áhugaverð í tengslum við þessa grein. Í bókinni Whal -
ing in Japan: Power, Politics and Diplomacy greinir Morikawa meðal
ann ars hvernig Japanir hafa beitt öllum sínum „diplómatísku verk-
færum“ til að safna liði alþjóðlega og tryggja áframhald hvalveiða.7
Í bókinni er sérstakur kafli um baráttu Japana fyrir því að tryggja sér
stuðning þróunarlanda í Alþjóðahvalveiðiráðinu eftir síðustu alda-
mót en samstarf hvalveiðiríkja er afgreitt í minna en einni málsgrein.
Í tengslum við baráttu Japana á áttunda og níunda áratug síðustu
aldar gegn veiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins segir aðeins að fyrst
hafi þurft „að tryggja samstöðu meðal ríkja sem áttu langa hefð fyrir
hvalveiðum líkt og Noregur og Ísland“.8
Viðamiklar rannsóknir Smára Geirssonar og Trausta Einarssonar
um sögu íslenskra hvalveiða hafa nýst vel við ritun þessarar greinar
japanska tímabilið í hvalveiðum … 61
6 Ray Gambell hefur bent á að Japanir hafi kynnt mikið af rannsóknum eftir að
hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins tók gildi til að sýna fram á að leyfa ætti
strandveiðar á smáhvelum þar sem veiðarnar „ættu ýmislegt sameiginlegt með
sjálfsþurftarveiðum frumbyggja“ og kjötið sem fengist með slíkum veiðum
hefði mikla þýðingu fyrir tiltekin strandhéruð, sjá hjá Ray Gambell, „Recent
Developments in the IWC Aboriginal Subsistence Whaling Category,“ í Whaling
in the North Atlantic, ritstj. Guðrún Pétursdóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1997), 128–129. Hiroyuki Watanabe er einn af þeim sem hefur rannsakað hval-
veiðimenningu Japans en í bókinni Japan´s Whaling veltir hann einmitt fyrir sér
hvað nútímahvalveiðar Japana eigi skylt við hinar hefðbundnu strandveiðar og
hvort áherslan á japanska hvalveiðimenningu (e. whaling culture) eigi rétt á sér
í samtímanum, sjá: Hiroyuki Watanabe, Japan‘s Whaling: The Politics of Culture in
Historical Perspective, þýð. Hugh Clarke (Melbourne: Trans Pacific Press, 2009).
Áðurnefndur Jun Akamine hefur skrifað áhugaverðar bækur um hvalaafurðir
og matarmenningu í Japan, sjá t.d.: Jun Akamine, Kujira wo ikiru: Kujirabito no
kojinshi — Geishoku no doujidaishi. Ritröðin Rekishi bunka raiburarii, nr. 445
(Tókýó: yoshikawa kobunkan, 2017).
7 Jun Morikawa, Whaling in Japan: Power, Politics and Diplomacy (London: Hurst &
Company, 2009).
8 Sama heimild, 83.