Saga - 2021, Síða 41
við heimfærum gildi upp á þá. Ahmed skilgreinir tilfinningar sem
það sem viðheldur tengingunni á milli hugmynda, gilda og gripa.2
250 ára afmæli komu Egedes til Grænlands 1971 var einnig fagnað
í Nuuk, með gestum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Danmörku.
Grænlenska blaðið Atuagagdliutit lýsir hátíðinni á forsíðu sinni sem
„gleðidegi“ með fjölda þátttakenda.3 Grænlenski presturinn Otto
Sandgreen nefnir í sama blaði að minnisvarða um hjónin Hans
Egede og Gertrud Rask megi líka finna á óáþreifanlegu formi: í
kristilegu félagsstarfi grænlenska samfélagsins. Hann bendir þar á
að þakklæti í garð þeirra hjóna megi einnig sýna með stuðningi við
það sem hann kallar „lifandi“ minnisvarða, til dæmis í formi barna-
heimilisins Gertrud Rasks Minde á Suður-Grænlandi. En á þessum
tímum fjölgaði einnig gagnrýnum röddum. Landsráðsformaðurinn
Lars Chemnitz benti á að margt dýrmætt hafi glatast úr grænlenskri
menningu eftir að Hans Egede kom til landsins.4 Seinna sama ára-
tug, árið 1977, voru fluttar fréttir af því í Atuagagdliutit að málningu
hafði verið hellt yfir styttuna af Egede. Á þessu tímabili var mikil
umræða um aukið sjálfstæði sem síðan leiddi til heimastjórnar
Grænlands 1979.
Styttan sem óhamingjugripur og gleðigripur
Mismunandi tilfinningar hafa fest sig við stytturnar af Hans Egede
í Nuuk og Kaupmannahöfn og hafa þær þjónað sem bæði gleði -
gripir og óhamingjugripir. Aviaq Fleischer, menningarfræðingur og
doktorsnemi við Ilisimatusarfik, hefur rannsakað fjölmiðlasögu
Grænlands og bent á að birtingarmyndir Hans Egede og umræðan
um arfleifð hans hefur á undanförnum árum verið að breytast og
verða gagnrýnni en áður. Hún bendir á að grænlenska þjóðin sé í
raun klofin í tvennt þegar kemur að viðhorfum til Hans Egede þar
sem jákvætt viðhorf sé ekki lengur ríkjandi líkt og áður.5 Eins og
Kirsten Thisted tekur fram sýna deilurnar um styttuna í Nuuk
hvernig umræðan um framtíð Grænlands er um leið umræða um
söguskoðun í almannarými 39
2 Sama heimild, 29.
3 Jûlut, „Mindedagen for Hans Egede,“ Atuagagdliutit, 8. júlí 1971, 1.
4 Sama heimild.
5 Vef. Aviaq Fleischer, „Iagttagere om Hans Egede-jubilæum: Ingen har lyst til at
holde fest i år,” knr.gl, 12 júní 2021, Kalaallit Nunaata Radioa, sótt 14. september
2021.