Saga - 2021, Side 139
Petritz í Þýskalandi eftir nýjum og notuðum íslenskum frímerkjum
til kaups og sama ár auglýsir Fr. Berthini í Kaupmannahöfn að
íslensk frímerki séu keypt háu verði.14 Fjölda auglýsinga um kaup
á íslenskum frímerkjum frá innlendum og erlendum söfnurum og
kaupmönnum er að finna í dagblöðum á síðustu tveimur áratugum
nítjándu aldar.
Um peningasendingar
Allt frá upphafi póstferða hér á landi árið 1776 voru peningar fluttir
með pósti. Mest var um að ræða greiðslur milli embættismanna,
helst frá embættismönnum til miðstjórnar í Reykjavík, landfógeta
eða stiftamtmanns. Framan af voru mest fluttir slegnir peningar, þ.e.
peningamynt, en síðar seðlar og póstávísanir í meira mæli.15 Í aug -
lýsingu um póstmál frá árinu 1872 er tiltekið nákvæmlega hvernig
skuli standa að peningasendingum. Peningabréf máttu ekki vera
stærri um sig en venjuleg bréf. Utan um peninga eða verðmæta
pappíra skyldi útbúa umslag úr grápappír eða öðrum sterkum pappír
og það brotið saman á tiltekinn hátt þannig að það héldi á allar
hliðar. Þá skyldi umslagið innsiglað með fimm lakkinnsiglum. Ekki
mátti vera meira af mótuðum peningum (mynt) í peningabréfi en
sem nam „4 rd. í dölum eða spesíum, 80 sk. í mörkum, 12 sk. í fer-
skildingum, 3 sk. í einskildingum, 1 hálfskildingur og í gullpening-
um ekki meir en 25 rd.“. Ef um þyngri sendingar var að ræða, til
dæmis ef meira var sent af slegnum peningum, skyldi sendingin
telj ast til bögglasendingar. Þær máttu ekki vera lengri en 18 þuml-
ungar að lengd og ekki hærri né breiðari en 5 þumlungar.16 Þá mátti
bögglasending ekki vera þyngri en fimm pund nema ef væri verið
að flytja mótaða peninga en þá mátti böggullinn vera 16 pund að
þyngd.17 Nákvæmar leiðbeiningar voru um hvernig skyldi búa um
peninga í bögglasendingum. Mótaða peninga átti að búa um í reglu-
legum strönglum, bögglum eða pokum. Sveipa átti um þá sterkum
uppruni og varðveislusaga biblíubréfsins 137
14 Þjóðólfur 2. nóvember 1875, 126; Ísafold 1. september 1876, 84; Ísafold 19. desem-
ber 1876, 116.
15 Heimir Þorleifsson, Póstsaga Íslands 1873–1935, 53.
16 Þumlungur var 2,62 cm að lengd og því hefur böggull ekki mátt vera lengri en
rúmir 47 cm og ekki hærri né breiðari en 13 cm. Sjá: Hagskinna, 921.
17 Hér er stuðst við að hvert pund hafi verið 500 g. Fimm pund voru því 2,5 kg
og 16 pund 8 kg. Sjá: Hagskinna, 922.