Saga - 2021, Síða 185
á lýðræðisþróun á Austurlandi. Það vekur víðar upp spurningar sem hvergi
eru ávarpaðar. Ég nefni til dæmis ítarlega umfjöllun doktorsefnisins um
áhrif málfundafélaga og sveitablaða þar sem segir að samfélagssýn þátttak-
enda málfundafélaganna og höfunda sveitablaðanna hafi „miðast við aukna
þátttöku almennings í umræðu um málefni samfélagsins og innbyrðis
stuðning meðal þátttakenda við að efla tjáskiptahæfileika sína með það í
huga að láta meira að sér kveða“ (219). Einnig segir að ritstjórar sveitablaða
hafi margir „litið á það sem hlutverk sitt að skapa samtal meðal íbúa um
hagsmuni og framtíðarsýn, sem er lýðræðisleg áhersla því hún miðar að
breiðri þátttöku, ekki aðeins þeirra sem nutu fulls þegnréttar“ (220). En hver
er almenningur hér og nær hin breiða þátttaka sem miðað var að út fyrir
hóp karla? Því er ekki svarað.
Í ritgerðinni er augljós viðleitni til að sýna ákveðna breidd í þeirri mynd
sem dregin er upp af almenningi en ég velti þó fyrir mér hvort að sú mynd
verði ekki alltaf karllæg í grundvallaratriðum ef kynjaðar hliðar lýðræðis -
þróunarinnar eru ekki ræddar markvisst þannig að kyn sé útgangspunkt-
urinn eða kyngervi notað sem greiningarhugtak. Þá má spyrja hvort konur
teljist til þess hóps sem kallast alþýða eða almenningur þegar ekki er leitast
við að draga fram með kerfisbundnum hætti þá kynjun sem ríkti í almanna -
rýminu. Því velti ég fyrir mér hvort það almannarými sem varpað er ljósi á
í ritgerðinni sé ef til vill fyrst og fremst karlmannarými.
Þegnréttur
Í framhaldinu er fróðlegt að skoða hugtakið þegnrétt (e. citizenship). Skil -
greining doktorsefnisins er þannig að þegnréttur feli í sér sjálfræði, einstak-
lingsfrelsi, tjáningarfrelsi og fullan þátttökurétt í lýðræðislegum stofnunum,
sem sagt kosningarétt og kjörgengi (22). Nú fjallar doktorsritgerðin um
lýðræðisþátttöku almennings, kvenna þar á meðal, og það landsvæði liggur
henni til grundvallar nær yfir að minnsta kosti einn stað, Seyðisfjörð, þar
sem blöndun þjóðerna var hluti af samfélagsgerðinni. Hér er því vert að
undirstrika að undanfarna áratugi hefur umtalsverð vinna verið lögð í að
móta nýjan skilning á borgararéttindum, sem teygir anga sína út fyrir mörk
almannarýmisins og inn í einkarýmið þannig að hann nái einnig til lík -
amlegs og kynferðislegs sjálfræðis. Einnig hefur aukin áhersla verið á endur -
skilgreiningu þegnréttarhugtaksins þannig að það feli í sér sjónarhorn fólks-
flutninga, þverþjóðleika og hnattvæðingar.5 Það hefði því verið við hæfi ef
andmæli 183
5 Sjá t.d.: Leti Volpp, „Feminist, Sexual, and Queer Citizenship,“ í The Oxford
Hand book of Citizenship, ritstj. Ayelet Shachar o.fl. (Oxford: Oxford University
Press, 2017), 153–177; „Michael Collyer, „Diasporas and transnational citizen-
ship,“ í The Oxford Handbook of Citizenship, ritstj. Ayelet Shachar o.fl. (Oxford:
Oxford University Press, 2017), 576–598; Christian Joppke, „Multicultural citizen-