Saga - 2021, Qupperneq 87
mönnum en líkt og Jun Morikawa bendir á voru skoðanir líka skiptar
meðal ráðamanna og ráðuneyta í Japan og stuðningur við hval-
veiðimálstaðinn langt frá því að vera einróma.92 Að lokum sýndi
Gallup-könnun sem framkvæmd var í Japan að beiðni bandarískra
aðila árið 1982 að 46% aðspurðra voru sammála ákvörðun Alþjóða -
hvalveiðiráðsins, 19% voru á móti og 34% höfðu aldrei heyrt um
málið.93
Þessar ófyrirsjáanlegu og hvikulu ákvarðanir sýna hve mikið var
í húfi fyrir heildarhagsmuni landanna og hve skiptar skoðanir voru.
Þótt bæði Íslendingar og Japanir væru nú í raun búnir að samþykkja
hvalveiðibannið var niðurstaðan síður en svo sú að þjóðirnar hættu
hvalveiðum. Íslendingar gerðu áætlun um vísindaveiðar innan eigin
lögsögu frá árinu 1986 til 1989 og Japanir tóku upp vísindahval-
veiðar við Suðurskautslandið árið 1988. Það var líka augljóst að
Japanir litu áfram á Íslendinga sem bandamenn í hvalveiðideilunni
þrátt fyrir að Íslendingar hefðu kosið með hvalveiðibanni Alþjóða -
hvalveiðiráðsins. Í trúnaðarskeyti til utanríkisráðuneytisins sem jap-
anska sendiráðið í Stokkhólmi sendi sumarið 1983 að beiðni ríkis-
stjórnar Japans kom meðal annars fram:
Eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið tók ákvörðun um algjört bann við at -
vinnu hvalveiðum á síðasta ári, hafa Japan og Ísland tekið til aðgerða sem
aðeins á yfirborðinu virðast ólíkar. Ríkisstjórn Japans lítur svo á að í ljósi
langrar sögu hvalveiða í löndunum, sé enginn skoðanamunur milli ríkj-
anna þegar kemur að þeirri grundvallarafstöðu að nýta eigi hval á skyn-
samlegan hátt samkvæmt vísindalegri þekkingu, líkt og aðrar lifandi
auðlindir sem maðurinn nýtir. … Þess vegna, myndi ríkisstjórn Japans
meta mikils áframhaldandi samstarf ríkisstjórnar Íslands til að viðhalda
megi áfram samvinnu hvalveiðiþjóða líkt og verið hefur.94
japanska tímabilið í hvalveiðum … 85
92 Jun Morikawa, Whaling in Japan, 50–51. Michael Strausz hefur fjallað um
hvernig yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans á þessum tíma, hafði eng-
an sérstakan áhuga á hvalveiðum og hvernig japanska þingið var tvístrað í
afstöðu sinni á fyrri hluta níunda áratugarins, sjá grein hans „Executives,
Legislatures, and Whales: The Birth of Japan’s Scientific Whaling Regime,“
International Relations of the Asia-Pacific 14, no. 3 (2014): 455–478.
93 „Japanese people against the objection,“ Wales vs Whalers: A Continuing
Commentary published by the Animal Welfare Institute (Washington, D.C.: Animal
Welfare Institute, 1995), sjá bls. 9 í yfirliti ársins 1982.
94 ÞÍ. Utanríkisráðuneytið. 1996, B/610, mappa 2, „Bréf frá japanska sendiráðinu
í Stokkhólmi um sameiginlega hagsmuni Íslands og Japans varðandi hval-
veiðar,“ 25. maí 1984.