Saga - 2021, Side 111
Af aldamótahugleiðingum Þorvaldar Thoroddsen (1855–1921),
land- og jarðfræðings, að dæma hafði þessi trú á sannleikann beðið
hnekki um aldamótin 1900 þegar innlendar deilur um sambands-
málið við Dani voru orðnar harkalegar. Útgáfa þjóðmálablaða óx til
mikilla muna á síðustu áratugum nítjándu aldar og var um alda-
mótin orðin veigamikill þáttur í hversdags- og stjórnmálalífi lands-
manna. Ritstjórar blaðanna skipuðu sér flestir í andstæðar fylkingar
í sambandsmálinu og ásakanir um lygar og rangfærslur gengu á
víxl á síðum blaðanna milli forystumanna í landsmálum og annarra
málsmetandi manna.39 Þorvaldur sagði: „Í fyrri daga trúðu menn
öllu, sem kom á prent í blöðunum; en nú er reynslan búin að sýna
»að manneskjurnar eru ekki eins góðar og þær ættu að vera«, og þar
af leiðir, að menn nú bera miklu minni virðingu fyrir blöðunum, og
hefi ég oft til sveita heyrt mjög misjafnlega lagt til þeirra.“40
Einkenni og hnignun íslenska dyggðasamfélagsins
Siðferðileg gildi hvers samfélags leggja ekki aðeins línur um hegðun
fólks heldur skapa líka viðmið um hvernig samfélagið eigi að bregð -
ast við innbyrðis togstreitu.41 Í íslensku samfélagi nítjándu aldar
voru hugmyndir um siðferði oft tengdar búsetu og starfi og for -
ræðis hyggja var rótgróin. Ráðamönnum stóð ógn af „of miklu“ sjálf -
ræði vinnufólks í sveitum og launafólks við sjávarsíðuna sem álitið
var skaðlegt fyrir bæði samfélagið og viðkomandi einstak linga. Því
var markvisst reynt af hálfu valdsmanna að stemma stigu við sjálf -
ræði þessara hópa því það var talið spilla siðferði fólks og grafa
undan bændastéttinni, máttarstólpa samfélagsins. Tilkoma launa-
greiðslna í peningum í stað greiðslna í vörum eða innskriftum í
verslanir voru meðal þess sem markaði skil milli gamla samfélags -
íslenska dyggðasamfélagið 109
39 Guðjón Friðriksson, Nýjustu fréttir: saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra
daga (Reykjavík: Iðunn, 2000), 43–47, 51–53, 65–67, 87–94. Vegna austfirskrar
áherslu í heimildavali þessarar greinar er vert að geta þess sérstaklega að rit-
stjórar austfirsku blaðanna Austra og Bjarka, og allmargir stuðningsmenn
beggja blaðanna, stóðu í langvinnum og á köflum rætnum ritdeilum á síðum
þeirra megnið af útgáfutíma Bjarka (1896–1904), einkum á árunum næst alda-
mótunum 1900.
40 Þorvaldur Thoroddsen, „Hugleiðingar um aldamótin: Tveir fyrirlestrar,“
Andvari 26 (1901): 1–52, hér 37–38.
41 Jürgen Habermas, The Inclusion of the Other: Studies in Political Theory, ritstj.
Ciaran Cronin og Pablo De Greiff (Cambridge: The MIT Press, 1998), 4, 14.