Saga - 2021, Side 205
þarna allnærri miðju hennar og voru ekki litríkir búningar enn í tísku víða
í sveitum hvarvetna í Evrópu á síðari hluta nítjándu aldar, en frá því skeiði
er litógrafían?
Þegar að slíkum sparðatíningi er komið er líklega mál að linni. Sumar -
liða ber lof og prís fyrir vandað rit og Íslensku bókmenntaverðlaunin hefur
hann þegar maklega hlotið. Hann og aðrir aðstandendur Í fjarska norðursins
hafa unnið gott verk sem áhugafólk um menningarsögu ætti alls ekki að láta
fram hjá sér fara.
Kristján Sveinsson
Guðjón Friðriksson, SAMVINNA Á SUÐURLANDI. HÉRAÐSSAGA
KAUPFÉLAGA OG ANNARRA SAMVINNUFyRIRTÆKJA Í ÁRNES -
SÝSLU, RANGÁRVALLASÝSLU, VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU OG
VESTMANNAEyJUM. Bókaútgáfan Sæmundur. Selfossi 2020. 4 bindi,
272 + 416 + 415 + 344 bls. Myndir, skrár.
Guðjón Friðriksson er höfundur sem varla þarf að kynna fyrir lesendum
Sögu, löngu viðurkenndur ævisagnaritari og kunnur jafnframt af bókum
sínum um sögu Reykjavíkur, Kaupmannahafnar, Alþýðuflokksins, Faxaflóa -
hafna og svo framvegis. Guðjón kann manna best að semja verk af því tagi
sem kalla má fræðileg yfirlitsrit. yfirlitsrit í þeim skilningi að þau afmarkast
af frásagnarefni (til dæmis ævi einnar sögupersónu eða tímabili í sögu
byggðarlags), frekar en af rannsókn og heimildum, framsetning og efnis-
hlutföll, eru miðuð við lesefni fyrir fróðleiksfúsa frekar en leiðsögn fyrir
síðari rannsakendur. En fræðileg í þeim skilningi að Guðjón kannar
heimildir rækilega, byggir á frumheimildum þar sem ástæða er til og dregur
fram atriði sem hafa sagnfræðilegt gildi.
Það var þannig nærtækt að leita til Guðjóns þegar Kaupfélag Árnesinga
(KÁ) ákvað árið 2015, fullum áratug eftir að eiginlegri starfsemi félagsins
lauk, að fá sagnfræðing til að rita ekki aðeins sögu félagsins sjálfs heldur
samvinnusögu félagssvæðisins. Og þá ekki Árnessýslu einnar heldur þeirra
byggðarlaga þar sem KÁ hafði yfirtekið samvinnuverslun áður en yfir lauk.
Niðurstaðan varð fjögurra binda verk, efnismikið en mjög aðgengilega
ritað, fáir undir kaflar meira en blaðsíða að lengd, textinn lipur og vafninga-
laus, mikið um tilvitnanir svo lesandi fái innsýn í tíðaranda og sjái atburði
með augum þátttakenda (líka til upplyftingar eins og söngtextinn um Bjössa
á mjólkurbílnum). Myndefni er ríkulegt, valið af kostgæfni (jafnvel tók
Guðjón sjálfur myndir við hæfi) og yfirleitt vel unnið (blaðaúrklippur þó
misjafnlega). Rækilega er vísað til heimilda en tilvísanir eru aftanmáls í
hverju bindi sem er stíll rita fyrir almennan markað fremur en fræðilegan.
ritdómar 203