Saga - 2021, Qupperneq 93
sáttmálinn segir til um.112 Íslendingar sögðu sig jafnframt úr Alþjóða -
hvalveiðiráðinu árið 1992 af sömu ástæðu.113
Áætlun Íslendinga um vísindahvalveiðar var framkvæmd á árun -
um 1986–1989 en hún var smærri í sniðum en lagt var upp með í
fyrstu. Líkt og áður hefur komið fram stóð upphaflega til að veiða
200 dýr árlega en Íslendingar frestuðu hrefnuveiðunum þannig að
heildarfjöldi fór niður í 120 dýr. Jafnframt var ákveðið að aðeins yrði
fluttur út tæpur helmingur af afurðunum til að „koma í veg fyrir
frekari árekstra“ við Bandaríkjamenn.114 Í samningaviðræðum við
Bandaríkin fækkaði dýrunum enn frekar þannig að aðeins eitt ár
voru veiddar 80 langreyðar (1987) og 40 sandreyðar (1986) líkt og til
stóð í upphafi. Hin árin voru veidd töluvert færri dýr.115 Eins og sjá
má á mynd 2 dró mjög úr fjölda veiddra dýra á Íslandi eftir að vís-
indaveiðar hófust. Vorið 1989 lýstu Íslendingar yfir að þeir myndu
japanska tímabilið í hvalveiðum … 91
112 Kate Sanderson, „The North Atlantic Marine Mammal Commission — in
principle and practice,“ í Whaling in the North Atlantic, ritstj. Guðrún Péturs -
dóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997), 67–74, hér 68.
113 Mikið var fjallað um ákvörðunina í íslenskum fjölmiðlum og Þorsteinn Páls -
son, sjávarútvegsráðherra á þessum tíma, skýrði ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að segja Ísland úr hvalveiðiráðinu fyrir fréttamönnum: „Þar [í sáttmálanum]
er með skýrum hætti kveðið á um að ráðið eigi að vinna að verndun og
nýtingu hvalastofnanna. Á undanförnum árum hefur ráðið smám saman
verið að breytast í hreinræktuð verndunarsamtök og við lítum svo á að það
stríði gegn megintilgangi Alþjóðahvalveiðisáttmálans og sé þar af leiðandi
ekki í samræmi við stefnu Íslands og íslenzka hagsmuni.“ Sjá: „Úrsögn Ís -
lands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu: Stefnt að stofnun nýrra hvalveiðisamtaka
þjóða við N-Atlantshaf,“ Morgunblaðið, 28. desember 1991, 25. Jón Baldvin
Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra tók enn dýpra í árinni og lét hafa
eftir sér við sama tilefni að það hefði verið „sjálfsagður hlutur að segja sig úr
ráðinu“ og úrsögnin væri staðfesting á því að „við ætlum ekki lengur að láta
hafa okkur að leiksoppi í platsamtökum“, sjá: „Íslendingar segja sig úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu: Engin ákvörðun tekin um að hefja hvalveiðar á ný,“
Morgunblaðið, 28. desember 1991, 1.
114 Vef. Skýrsla Matthíasar Á. Mathiesen utanríkisráðherra um utanríkismál. Lögð
fyrir Alþingi á 109. löggjafarþingi 1986–1987, althingi.is. Alþingi, sótt 8. sept-
ember 2021, 44.
115 Vef. „Skýrsla nr. C19:01 Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða,“ janúar 2019, ioes.hi.is.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sótt 21. apríl 2020, 50. Í grein í Þjóðviljanum
í tilefni af lokum vísindaveiðanna kemur fram að Íslendingar hafi minnkað
kvótann fyrir vísindaveiðarnar frá ári til árs vegna þrýstings frá Banda -
ríkjunum. Sjá: GRH, „Dýrkeyptum hvalveiðum lokið,“ Þjóðviljinn, 26. júlí
1989, 3.