Saga - 2021, Side 173
göngu sinni. Hvort tveggja, ReykjavíkurAkademían og Sagnfræð -
ingafélagið, hafði mikil áhrif á þróun akademíunnar á Íslandi og
varð skjól fyrir unga vísindamenn sem voru að leita eftir nýjum
leiðum við sínar rannsóknir. Innan vébanda ReykjavíkurAkademí -
unnar var til dæmis fólk eins og Annadís Greta Rúdólfsdóttir, Irma
Erlingsdóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Ólafur Rastrick, Davíð
Ólafsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Karl Helgason, Þorgerður
Einarsdóttir og Geir Svans son en sá síðastnefndi skrifaði einmitt
tímamótagreinar um kynjafræðileg efni.54 Þessi hópur og fleiri sem
þarna slógu upp tjöldum sínum í lengri eða skemmri tíma höfðu
talsverð áhrif á framgang kynjasögunnar hér á landi. Hópurinn
vann þar að auki með Rannsóknastofu í kvennafræðum, sem síðar
varð Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum og loks Rannsókna -
stofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) innan Háskóla Íslands.
Hópurinn sem að framan er talinn var vissulega í einhvers konar
samræðu um það sem kalla mætti hið póstmóderníska ástand. Hinn
þekkti hollenski prófessor í hugmyndasögu og söguspeki, Franklin
R. Ankersmit, lét svo um mælt þegar hann var inntur eftir því hvað
fælist í póstmódernisma í viðtali árið 1998:
Frá mínum sjónarhóli felur póstmódernisminn fyrst og fremst í sér
staðfestingu á því að nú til dags stefni allt í meiri sundrung, upplausn
og fráhvarf frá miðjunni. … Allt þetta kemur fram í sagnfræðilegum
skrifum: Nóg er að hugsa til dauða stórsögunnar, eins og Lyotard lýsir
honum, áhuga sagnfræðinga samtímans á efni, sem eldri kynslóð sagn -
fræðinga myndi hafa úthrópað sem algjörlega óáhugaverð smáatriði,
og til þeirrar staðreyndar að hefðbundið traust á línulaga þróun vest-
rænnar menningar hefur þurft að víkja fyrir skilningi á fortíðinni sem
líkist sundurlausum eyjaklasa, samansettum af sjálfstæðum sögulegum
eða hugmyndafræðilegum eyjum.55
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 171
54 Geir Svansson, „Ósegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku
samhengi,“ Skírnir 172 (haust 1998): 476–527; Geir Svansson, „Kynin tvö/
Kynstrin öll. Um kynusla, kyngervisútlaga og efni(s)legar eftirmyndir,“ í Flögð
og fögur skinn, ritstj. Jón Proppé (Reykjavík: Íslenska menningarsamsteypan
art.is, 1998), 124–140.
55 „What postmodernism expresses for me is, above all, a recognition that every-
thing now a days points in the direction of fragmentation, disintegration, and
a loss of center. … And all that has its counterpart in historical writing; one
need only think of the death of metanarratives as announced by Lyotard, of the
interest of contemporary historians in what a previous generation of historians
would have condemned as mere insignificant details, of the fact that the tradi-