Saga - 2021, Blaðsíða 159
og ritstjórum en ákvað í kjölfarið að draga mig í hlé. Ég sá fyrir mér
að nálgunin yrði ekki í þeim anda sem ég taldi mikilvægt að svifi
yfir vötnum sagnfræðinnar í framtíðinni. Höfundum var ýmist skipt
niður á tímabil eða „undirgreinar“ sagnfræðinnar og ég var viss um
að yfirlitssagan yrði ríkjandi frásagnarháttur í þessum greinum. Þess
í stað ákvað ég að gera tilraun til að hóa saman rúmlega tuttugu
„ungum“ sagnfræðingum með það í huga að þeir skrifuðu um sitt
fræðasvið stuttar en snarpar aðferðafræðilegar greinar sem myndu
birtast í væntanlegu stéttartali sagnfræðinga sem þá var í smíðum
og ég var í forsvari fyrir ásamt nokkrum góðum félögum. Þessi bók
kom út í sambandi við annað íslenska söguþingið árið 2002 og vakti
talsverða athygli um tíma en hefur lítið spurst til síðan. Hún hefur
til dæmis lítið sem ekkert verið notuð í kennslu í námsbraut í sagn -
fræði öfugt við Sögu 2000 sem hefur verið ákveðið grundvallarrit á
þeim stað.15
Það var ekkert launungarmál að greinum sagnfræðinganna ungu
var teflt gegn „sögustofnuninni“ eins og hún birtist í öllu sínu veldi
á síðum Sögu 2000.16 Ein af greinunum í Sögu var einmitt um
kvenna söguna, rituð af Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðingi,
grein sem mér fannst vera ein skýrasta birtingarmynd hinnar hefð -
bundnu sagnfræði (en þær voru að vísu margar í þessu riti).17 Mar -
grét komst þar að þeirri niðurstöðu að kynjafræðin eða -sagan væri
hálfgerður hrærigrautur sem ætti lítið erindi við sagnfræðinga,
kvenna sagan skipti þar öllu máli og væri það sem sagnfræðingar
ættu að leggja rækt við.
kynjasaga: eru konur þar einar á blaði? 157
15 Íslenskir sagnfræðingar. Síðara bindi. Viðhorf og rannsóknir, ritstj. Loftur Gutt -
orms son, Páll Björnsson, Sigrún Pálsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykja -
vík: Mál og mynd, 2002), 275–476.
16 Ég hef lagt áherslu á að sögustofnunin samanstandi hverju sinni af fólki sem
hefur áhuga á að hafa áhrif á hvernig samtíminn hugsar um fortíðina og
leggur sig fram um að móta þann skilning úr þeirri valdastöðu sem það situr
í. Tvennt skiptir hér máli, í fyrsta lagi afgerandi valdastaða innan fræðigreinar-
innar og í öðru lagi einbeittur áhugi á að hafa áhrif á og fara með þau völd sem
tilheyra því að setja heilli fræðigrein ákveðna dagskrá. Margir háskólamenn
vinna markvisst gegn virkni stofnana af þessu tagi en aðrir leggja áherslu á að
styrkja valdastöðu sína jafnt og þétt. Sjá: Sigurður Gylfi Magnússon, Sögustríð.
Greinar og frásagnir um hugmyndafræði. Nafnlausa ritröðin (Reykjavík: Miðstöð
einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían, 2007), 287 og 325–355.
17 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi,“ Saga 38
(2000): 229–247.