Saga - 2021, Qupperneq 207
minnilegar myndir af aðalpersónum: Agli í Sigtúnum, Ingólfi á Hellu og
mörgum öðrum. Hiklaust er sagt frá ágreinings- og átakamálum, líka póli-
tískum og persónulegum. Persónusagan er þó hvergi svo yfirgnæfandi að
byggðasagan gleymist, hvorki samgöngu- og viðskiptasaga sveitabyggð -
anna né atvinnusaga þorpa og bæja en þar voru kaupfélögin víða í aðalhlut-
verki, meðal annars sem iðnrekendur. Iðnsagan er reyndar eitt af mörgu
sem hægara væri að fá heildarsýn yfir ef atriðisorðaskrár nyti við.
Jafnvel þeim sem vel þekkja eldri rit um efnið ætti að þykja fengur í
nýrri umfjöllun Guðjóns. Mestum sagnfræðilegum tíðindum sætir þó rakn-
ing hans á yngstu sögunni, frá því að samvinnuhreyfing landsins riðaði til
falls um og eftir 1985. Brýnastur var þá vandi smærri kaupfélaga sem leiddi
til þess að KÁ hafði yfirtekið alla samvinnuverslun á Suðurlandi áður en
það hvarf endanlega frá henni aldamótaárið. Þá hafði það, eins og fleiri af
stóru kaupfélögunum, umbreyst í eignarhalds- og fjárfestingarfélag, starf-
semin öll í dóttur- og hlutdeildarfélögum með ýmiss konar meðeigendum.
En mikið af því hrundi og varð félagið þá smám saman að selja frá sér það
sem einhver veigur var í. Þessi reynsla kaupfélaganna, og KÁ sér í lagi,
gefur merkilega innsýn, frá landsbyggðarsjónarhorni, í hið fallvalta samspil
byggðastefnu, fjárfestinga og fyrirtækjareksturs fyrir og um aldamótin, á
skeiði hagsögunnar sem vill hverfa í skugga eftirfarandi „útrásar“ og síðan
„bankahruns“. Ég veit ekki hvort allar skýringar Guðjóns verða óumdeildar
(til dæmis III 395–396: tímamót hafi orðið með kaupfélagsstjóra sem „var
markaðsmaður en ekki samvinnumaður“ og misheppnaðar fjárfestingar
tengist því að hann og eftirmaður hans „voru einkaframtaksmenn“) en þær
eru að minnsta kosti fullrar athugunar verðar.
Fyrsta bindið segir sögu samvinnufélagsskapar í Árnessýslu, stundum
ásamt Rangár vallasýslu, allt frá sauðasölufélögum nítjándu aldar fram
undir stofnun Kaupfélags Árnesinga. Einkum er sagt frá verslunarsamtök-
um sem voru hér fjölbreyttari og skammlífari en í öðrum héruðum svo að
frá mörgu er að segja. Einnig er allrækilegur kafli um rjómabúahreyfinguna,
sem átti upptök sín í Árnessýslu og þungamiðju alla tíð á Suðurlandi, og
annar styttri um Sláturfélag Suðurlands. Sögu þess fer Guðjón hratt yfir
enda er hún vel könnuð áður og starfsemi þess engan veginn bundin við
Suðurland. Þó var það um skeið flaggskip samvinnuhreyfingarinnar á sínu
félagssvæði, líkt og SÍS var í öðrum landshlutum, og hefði frá því sjónarmiði
verðskuldað nokkurt rými. Frásögn fyrsta bindis er hröð, að minnsta kosti
borið saman við hið þriðja, víða lífleg en þó allt annað en yfirborðsleg enda
sýna tilvísanirnar að Guðjón byggir hér víða, jafnvel í hinum stutta kafla um
Sláturfélag Suðurlands, á skjölum og einkabréfum.
Á tímabili fyrsta bindis er varla öðrum samvinnufélagsskap til að dreifa
í héraðinu en þeim sem sagt er frá: verslunarsamvinnunni, rjómabúum og
sláturfélagi. Síðan varð samvinnustarfið marggreindara og þarf Guðjón þá
að velja og hafna. Hann velur að helga einn kafla 2. bindis sögu mjólkur-
ritdómar 205