Saga


Saga - 2021, Síða 207

Saga - 2021, Síða 207
minnilegar myndir af aðalpersónum: Agli í Sigtúnum, Ingólfi á Hellu og mörgum öðrum. Hiklaust er sagt frá ágreinings- og átakamálum, líka póli- tískum og persónulegum. Persónusagan er þó hvergi svo yfirgnæfandi að byggðasagan gleymist, hvorki samgöngu- og viðskiptasaga sveitabyggð - anna né atvinnusaga þorpa og bæja en þar voru kaupfélögin víða í aðalhlut- verki, meðal annars sem iðnrekendur. Iðnsagan er reyndar eitt af mörgu sem hægara væri að fá heildarsýn yfir ef atriðisorðaskrár nyti við. Jafnvel þeim sem vel þekkja eldri rit um efnið ætti að þykja fengur í nýrri umfjöllun Guðjóns. Mestum sagnfræðilegum tíðindum sætir þó rakn- ing hans á yngstu sögunni, frá því að samvinnuhreyfing landsins riðaði til falls um og eftir 1985. Brýnastur var þá vandi smærri kaupfélaga sem leiddi til þess að KÁ hafði yfirtekið alla samvinnuverslun á Suðurlandi áður en það hvarf endanlega frá henni aldamótaárið. Þá hafði það, eins og fleiri af stóru kaupfélögunum, umbreyst í eignarhalds- og fjárfestingarfélag, starf- semin öll í dóttur- og hlutdeildarfélögum með ýmiss konar meðeigendum. En mikið af því hrundi og varð félagið þá smám saman að selja frá sér það sem einhver veigur var í. Þessi reynsla kaupfélaganna, og KÁ sér í lagi, gefur merkilega innsýn, frá landsbyggðarsjónarhorni, í hið fallvalta samspil byggðastefnu, fjárfestinga og fyrirtækjareksturs fyrir og um aldamótin, á skeiði hagsögunnar sem vill hverfa í skugga eftirfarandi „útrásar“ og síðan „bankahruns“. Ég veit ekki hvort allar skýringar Guðjóns verða óumdeildar (til dæmis III 395–396: tímamót hafi orðið með kaupfélagsstjóra sem „var markaðsmaður en ekki samvinnumaður“ og misheppnaðar fjárfestingar tengist því að hann og eftirmaður hans „voru einkaframtaksmenn“) en þær eru að minnsta kosti fullrar athugunar verðar. Fyrsta bindið segir sögu samvinnufélagsskapar í Árnessýslu, stundum ásamt Rangár vallasýslu, allt frá sauðasölufélögum nítjándu aldar fram undir stofnun Kaupfélags Árnesinga. Einkum er sagt frá verslunarsamtök- um sem voru hér fjölbreyttari og skammlífari en í öðrum héruðum svo að frá mörgu er að segja. Einnig er allrækilegur kafli um rjómabúahreyfinguna, sem átti upptök sín í Árnessýslu og þungamiðju alla tíð á Suðurlandi, og annar styttri um Sláturfélag Suðurlands. Sögu þess fer Guðjón hratt yfir enda er hún vel könnuð áður og starfsemi þess engan veginn bundin við Suðurland. Þó var það um skeið flaggskip samvinnuhreyfingarinnar á sínu félagssvæði, líkt og SÍS var í öðrum landshlutum, og hefði frá því sjónarmiði verðskuldað nokkurt rými. Frásögn fyrsta bindis er hröð, að minnsta kosti borið saman við hið þriðja, víða lífleg en þó allt annað en yfirborðsleg enda sýna tilvísanirnar að Guðjón byggir hér víða, jafnvel í hinum stutta kafla um Sláturfélag Suðurlands, á skjölum og einkabréfum. Á tímabili fyrsta bindis er varla öðrum samvinnufélagsskap til að dreifa í héraðinu en þeim sem sagt er frá: verslunarsamvinnunni, rjómabúum og sláturfélagi. Síðan varð samvinnustarfið marggreindara og þarf Guðjón þá að velja og hafna. Hann velur að helga einn kafla 2. bindis sögu mjólkur- ritdómar 205
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.